Það dónalegasta sem gert er í brúðkaupum

Brúðurin er sú eina sem ætti að klæðast hvítu í …
Brúðurin er sú eina sem ætti að klæðast hvítu í brúðkaupinu. mbl.is/Getty images

Brúðkaupsvertíðin fer að ganga í garð og þá er vissara að kunna allar þær óskrifuðu reglur um það hvernig maður á að haga sér í brúðkaupum annarra. Til þess að gera stóra daginn bæði þægilegan og ánægjulegan fyrir brúðhjónin er eins gott að varast nokkur atriði sem Good House Keeping fór yfir. 

Setjast í fremstu röð

Nánustu aðstandendur sitja á fremsta kirkjubekknum og það þykir ekki við hæfi fyrir aðra að setjast þar, nem með sérstöku leyfi. 

Mæta með óboðinn gest

Það þykir ekki vinsælt að mæta með plús einn með sér eftir að hafa látið vita að þú mætir ein eða einn. Ástæðan er einfaldlega sú að það kostar að bjóða fólki í brúðkaup auk þess sem það getur verið vandræðalegt þegar það kemur í ljós að ekki er pláss fyrir gestinn í veislunni. 

Mæta í hvítu

Brúðurin er stjarna dagsins og það ætti ekki að skyggja á hana með því að mæta í hvítu. Brúðurin er sú eina sem ætti að vera í hvítu í brúðkaupum. 

Svara ekki boðskortinu

Flestir sem eru að gifta sig biðja um staðfestingu á því hvort boðsgestir ætli að mæta eða ekki. Það er frekar dónalegt að gleyma að svara því á réttum tíma enda þarf að gera ráð fyrir mat, drykk og sætum fyrir alla. 

Taktu tillit til brúðhjónanna.
Taktu tillit til brúðhjónanna. mbl.is/Getty images

Mæta of seint

Brúðurin á að mæta í athöfnina síðust, það er því afar mikilvægt að mæta á réttum tíma í brúðkaup. 

Birta myndir úr athöfninni á samfélagsmiðlum

Það ætti að bíða með að birta myndir úr brúðkaupum þangað til eftir að fólk hefur játast hvort öðru. Einnig þykir ekki smart að trufla athöfnina með myndatökum en oftast eru brúðhjónin búin að fá einhvern til þess að sjá um að mynda athöfnina. 

Meta kostnað brúðkaupsins

Brúðkaup kosta oft mikið en það er óþarfi að gestir reyni að meta allt í brúðkaupinu og pæla í kostnaðinum. Fólk ætti bara að njóta þess að hafa verið boðið í brúðkaupið þó svo að reikningur brúðhjónanna sé svimandi hár. 

Taka börnin með

Það er eðlilegt að börnum sé ekki boðið í brúðkaup enda geta börn stundum skemmt fínu hátíðlegu stemminguna sem ríkir í brúðkaupum. 

Óviðeigandi ræða

Ræður ættu að vera fallegar og stuttar. Varast ætti að tala um fyrrverandi maka, vandræðalega fjölskyldu og annað drama í brúðkaupsræðunni. 

Skipta um sæti

Það er nógu erfitt fyrir brúðhjónin að raða niður á borð svo það er eins gott að fólk sitji þar sem það á að sitja. Það er vanvirðing við brúðhjónin að skipta út nafninu sínu fyrir annað auk þess sem það getur verið ástæða fyrir sætavalinu.

Drekka of mikið

Þó svo það flæði allt í áfengi þýðir það ekki að brúðhjónin vilja að gestirnir verði allir hauslausir. Það vill enginn upplifa það að brúðhjónin skammist sín fyrir að hafa boðið þér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál