Ástin að hverfa vegna kynlífsskorts

Það er ekki mikið að gerast uppi í rúmi hjá …
Það er ekki mikið að gerast uppi í rúmi hjá hjónunum. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 38 ára og hef verið gift í níu ár. Við erum hætt að stunda kynlíf, að minnsta kosti síðustu 12 til 18 mánuðina, ekki einu sinni hin minnsta snerting. Hann hefur alltaf neitað því að tala um kynlífið okkar og gerði mér það ljóst að ég ætti ekki að reyna við hann, við gátum bara stundað kynlíf þegar hann byrjaði það. Ég fékk brjóstakrabbamein árið 2016 og þrátt fyrir að ég sé búin að ná mér hefur hann engan áhuga. Ég vil ekki lifa svona lífi, í kynlífslausu hjónabandi sem er að þurrka upp alla ást. Ég barðist ekki við krabbamein fyrir þetta,“ skrifaði óhamingjusöm eiginkona og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

„Þú hefur rétt á því að biðja um það sem þú þarft, og þú átt rétt rétt á því að tala almennilega um pirring þinn og örvæntingu – og biðja um breytingu. Svarið gæti verið „nei“ en að minnsta kosti hefur þú tjáð tilfinningar þínar og lært meira um hann, þá ertu í betri stöðu til þess að taka upplýsta ákvörðun um framtíð þína,“ skrifar ráðgjafinn meðal annars í svari sínu. 

„Miðað við stífni eiginmanns þíns gæti ég ímyndað mér að hann myndi svara best mjög nákvæmum spurningum, eins og nákvæmlega hversu oft hann myndi vilja stunda kynlíf (einu sinni í viku?) og biðja um nákvæmar upplýsingar um það hvernig eigi að koma honum til. Valdaójafnvægið í kynlífinu ykkar, hann tekur allar ákvarðanir, stjórnar hvenær, hvar og hvernig, gæti hins vegar endurspeglað samband ykkar í heild og það er líka áhyggjuefni.“ 

Maðurinn vill ekki ræða kynlífið.
Maðurinn vill ekki ræða kynlífið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál