Af hverju elskum við þá sem við elskum?

Laðast þú að andstæðu þinni eða þeim sem eru líkir …
Laðast þú að andstæðu þinni eða þeim sem eru líkir þér? mbl.is/Thinkstockphotos

Niðurstöður rannsóknar á skapferli benda til þess að skapferli okkar ráði miklu í því hvernig við veljum okkur maka og hverja við vingumst við. Dr. Helen Fisher er taugafræðingur sem hefur lengi rannsakað virkni heilans og taugaboðefni. Hún er rannsóknarkona við The Kinsey Institute við háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Hún hefur meðal annars gefið út bækurnar „Why We Love?“ og „Why Him? Why Her?“.

Rannsókn Dr. Fisher er byggð á taugafræði ólíkt öðrum rannsóknum sem snúa að skapferli. Fyrri rannsóknir á skapferli hafa alltaf verið byggðar á málvísindum og atferlisfræði. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar mótaði hún svo víðtækt persónuleikapróf sem byggir á heila vísindum en ekki sálfræði líkt og önnur próf. Dr. Fisher skapferlisprófið mælir skapferli út frá genum, hormónum og taugaboðefnum.

Dr. Helen Fisher.
Dr. Helen Fisher. mbl.is/WikiCommons

Dr. Fisher greindi fjórar stöðvar í heilanum sem hver og ein mótar ákveðin persónueinkenni í fari fólks. Dr. Fisher byrjaði að rannsaka þetta efni því hana þyrsti í að svara spurningunni „af hverju elskum við þá sem við elskum?“ Hún hefur unnið að rannsókninni í yfir tíu ár og notar nú niðurstöðurnar við hjónabandsráðgjöf. Hægt er að nýta niðurstöður persónuleikaprófsins til að skilja sjálfan sig betur, en það er einnig hægt að nota þær til að bæta samskipti við aðra.

Dr. Fisher segir þetta vera nýja leið til að skilja persónuleika og að líta megi á þetta eins og skala. Fólk er með mis mikla virkni á hverri stöð og fleiri en ein stöð getur verið virk. Skalarnir fjórir sem hún greindi voru forvitnis/orku skalinn sem er tengdur við dópamín, varkárni/félags skalinn sem er tengdur við serótónín, rökvísis/þrjósku skalinn sem er tengdur við testósterón og félagshæfis/samkenndar skalinn sem er tengdur við estrógen.

Þeir sem eru með mikla virkni á dópamín skalanum eru oft ævintýragjarnir, forvitnir, bráðlátir, ákafir og sjálfstæðir. Þeir eru orkumiklir, taka áhættu, sveigjanlegir og með opinn huga. Þessir einstaklingar laðast einna helst að þeim sem eru líkir þeim sjálfum.

Þeir sem eru með mikla virkni á serótónín skalanum sækja í félagsskap, eru íhaldssamir, rólegir og með mikla stjórn á lífinu. Þeir eru einnig samviskusamir, hafa auga fyrir smáatriðum, finnst gott að hafa skipulag og rútínu á hlutunum. Þessir einstaklingar laðast einna helst að þeim sem eru líkir þeim sjálfum.

Síðan eru þeir sem eru með mikla virkni á testósterón skalanum, þeir eru hreinskilnir og afdráttarlausir. Þeir hafa stjórn á tilfinningum sínum, eru kappsamir, þrjóskir og rökvísir. Þessir einstaklingar laðast helst að þeim sem eru ólíkir þeim sjálfum.

Þeir sem skora hátt á estrógen skalanum eru gæddir innsæi, hafa gott ímyndunarafl og samkennd með öðrum. Þeir hafa góða tilfinningagáfur og treysta fólki. Þessir einstaklingar laðast helst að þeim sem eru ólíkir þeim sjálfum.

Hér er hægt að taka persónuleika próf Dr. Helen Fisher. 

Ástin er flókin fyrirbæri.
Ástin er flókin fyrirbæri. mbl.is/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál