Bein lýsing af ástinni í háloftunum

Parið Rosey Beeme og Houston Hardaway fylgdust vel með konunni …
Parið Rosey Beeme og Houston Hardaway fylgdust vel með konunni sem skipti um sæti við þau. mbl.is/Thinkstockphotos

Par í Bandaríkjunum sem var að ferðast heim fyrir þjóðhátíðardaginn lenti í nokkuð skemmtilegu atkviki í flugvélinni. Þau fengu ekki sæti saman en báðu konu að skipta við sig svo þau gætu setið saman. Þegar þau höfðu skipt um sæti spjallaði parið um að kannski myndi konan lenda við hliðina á sálufélaga sínum. 

Þegar allir höfðu komið sér fyrir í vélinni tók parið eftir að nokkuð myndarlegur maður hafði sest við hlið konunnar og að þau voru farin að spjalla. Parið, Rosey Beeme og Houston Hardaway, ákvað því að fylgjast betur með þeim og settu alla sólarsöguna á Instagram og Twitter. 

Sagan hefur farið á flug á samfélagsmiðlum og hefur myndarlegi maðurinn, Euan Holden, stigið fram og sagt að hann hefði tekið eftir að þau væru að fylgjast með þeim. Konan heppna hefur þó ekki stigið fram en Rosey Blair sagði á Instagram að hún væri í samskiptum við hana. Það er óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér en Holden og konan eltu hvort annað á Instagram í flugvélinni. 

A post shared by Euan Holden (@euanholden) on May 19, 2018 at 8:14am PDT

Það getur borgað sig að skipta um sæti í flugvél.
Það getur borgað sig að skipta um sæti í flugvél. mbl.is/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál