Samfélagsmiðlar og sambönd - ekki er allt sem sýnist

Ekki er allt sem sýnist á samfélagsmiðlum.
Ekki er allt sem sýnist á samfélagsmiðlum. mbl.is/Pexels

Niðurstöður rannsóknar sem birtist í Personality and Social Psycology Bulletin benda til þess að þeir sem birta mikil af færslum á samfélagsmiðlum um hversu hamingjusamir þeir eru, séu raun ekki jafn hamingjusamir og þeir líta út fyrir að vera. Þetta á einnig við um sambönd, þeir sem birta mikið af færslum um samband sitt og maka sinn geta verið að hylma yfir óöryggi sínu í sambandinu.

Rannsakendur lögðu fram þá tilgátu að þeir sem fælast tengsl birta lítið á samfélagsmiðlum um samband sitt og maka og þeir sem eru kvíðnir í samböndum birta mikið. Til hliðsjónar höfðu rannsakendur þrjár tegundir af tengslum (e. attachment), kvíða tengsl, örugg tengsl og fælni tengsl. Rannsóknin náði til 108 para í háskóla í Kanada. Pörin gáfu rannsakendum aðgang að Facebook-prófílnum sínum og svöruðu í sitt hvoru lagi spurningalista á hverju kvöldi í tvær vikur.

Í ljós kom að þeir sem upplifðu hvað mest óöryggi og kvíða birtu fleiri færslur um maka sinn og samband sitt en þeir sem upplifðu öryggi. Þá bar mest á færslum á þeim degi sem viðkomandi sagðist hafa upplifað óöryggi. Þeir sem tengdust fælni tengslum vildu síður birta færslur á samfélagsmiðlum um samband sitt og maka sinn. Þeir sem upplifa öryggi í sambandi sínu sýndu hvorki meiri né minni tilhneigingu til að birta færslur á samfélagsmiðlum.

Þeir sem birta mikið á samfélagsmiðlum um samband sitt geta …
Þeir sem birta mikið á samfélagsmiðlum um samband sitt geta verið óöruggir í sambandinu. mbl.is/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál