Kærastinn lét sig hverfa

Sumir eru einstaklega góðir í því að láta sig hverfa …
Sumir eru einstaklega góðir í því að láta sig hverfa þegar á reynir í samböndum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Monica Parikh, stefnumótamarkþjálfinn frá New York, telur heilbrigð mörk leiða til betri sambanda. Hún segir að fullorðið fólk átti sig á að erfið samtöl eru hluti af veröld þess en segir að sumir séu sérfræðingar í að láta sig hverfa (Ghosting).

„Mary, sem er 36 ára kona frá New York, hafði kynnst Tom og höfðu þau verið að hittast í fimm mánuði. Eftir sjöunda stefnumótið spurði hann hvort þau væru ekki par. Mary fann hvernig hún varð hamingjusamari en oft áður við þessa spurningu hans.

Tom kynnti Mary fyrir fjölskyldu sinni. Hann talaði um að ættu ef til vill að fá sér hund saman, stakk upp á því að þau keyptu sér íbúð í Brooklyn. Hann hafði jafnvel sagt móður sinni að loksins væri hann búinn að finna hina einu réttu!

En svo allt í einu eins og þruma úr heiðskíru lofti sendir Tom textaskilaboð á Mary þar sem stóð: „Þetta er ekki að virka hjá okkur.“

Eftir það heyrði Mary aldrei frá Tom aftur.

Hún fékk áfall, varð mjög ringluð og fór í þráhyggju í leit að svörum. Hvað hafði hún gert rangt? Hvernig gat þetta komið fyrir hana?

Málið var að Mary spurði aldrei Tom um hvernig samböndum hann hafði verið í áður. EF hún hefði gert það hefði hún komist að því að Tom lét sig hverfa í hvert skipti sem sambönd urðu erfið (Ghosting).

Tom var með andlegan þroska á við barn. Hann forðaðist öll átök sem á vegi hans urðu með því að labba í burtu.

Líkt og með marga af mínum viðskiptavinum vildi Mary ekki rugga bátnum og þess vegna varð hún frekar blind á Tom. Mary þarf einmitt einnig að æfa sig í að efla tilfinningavöðvann sinn. Láta innsæið koma upp og spyrja fleiri spurninga þegar hún er að kynnast fólki.“

Það eru til ýmsar leiðir til að efla þessa hæfni. Á námskeiðinu Mörk búa til betri sambönd kennir Monica Parikh fólki að setja mörk og vera vakandi í lífinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál