„Er kærastinn minn of leyndardómsfullur?“

Mun fara fyrir henni eins og unnustunni?
Mun fara fyrir henni eins og unnustunni? mbl.is/ThinkstockPhotos

Ung kona er í vandræðum með kærastann sinn og leitar ráða E. Jean, ráðgjafa Elle.

„Kæra E. Jean, ég hef verið að hitta strák í sjö mánuði og ég er kolfallin fyrir honum. Stuttu eftir að við kynntumst sagði hann að hann hefði átt unnustu sem lést skyndilega, en þau hefðu verið saman í fjögur ár. Hann svarar engum spurningum sem ég spyr um hana og segir að það myndi vera of sársaukafullt fyrir mig. Hann er leyndardómsfullur með allt. Hann kemur oft fram undir mismunandi dulnefnum, vill ekki deila tölvupóstfanginu sínu né símanúmerinu sínu og á enga nána vini eða fjölskyldu. Núna eru fjögur ári í lífi hans sem ég get ekki spurt spurninga um.

Vinir mínir og fjölskylda segja að ég eigi eftir að enda í líkpoka. En ég held að fráfall unnustu hans hafi verið svo átakanlegt fyrir hann að hann geti ekki talað um það. Ég lagði til að hann færi til sálfræðings en hann sagði að það væri ekki möguleiki. Ætti ég að gleyma honum? Eða gefa honum annan séns og sjá hvort hann vilji opna sig? Kveðja, föst í þokunni.“

E. Jean skefur ekkert utan af því í svari sínu til konunnar: „Elskan mín, ég skil af hverju þú getur ekki ákveðið þig. Það er spennandi að finna mann sem er ekki í sífellu að tala um hversu falleg, rík, grönn og kynþokkafull fyrrverandi kærastan hans er. Á hinn bóginn ætti hann samt að eiga fyrrverandi kærustur sem eru enn þá lifandi.

Losaðu þig við hann. Hann er fullur af kjaftæði. Engin fjölskylda? „Come on“. Aldrei, aldrei eyða tíma í mann sem á fleiri dulnefni en vini. Hann er algjör rasshaus og boðar bara vandræði. Í alvöru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál