Kærastinn klæðir sig upp – hvað er til ráða?

Það getur ýmislegt komið upp á í samböndum þegar leyndarmál ...
Það getur ýmislegt komið upp á í samböndum þegar leyndarmál sem ekki voru kynnt í upphafi koma upp á yfirborðið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona sem elsk­ar kær­asta sinn hvað hún eigi að gera. Hann er sannkallaður draumafengur að einu undanskildu. Hann hefur þörf fyrir að klæða sig reglulega í kvenmannsföt og mála sig.

Kæra Elínrós.

Ég er í sambandi við yndislegan mann. Við erum búin að vera saman í nokkra mánuði og sambandið að komast á alvarlegra stig. Hann er bæði skemmtilegur og góður og frábær félagi í alla staði og líka góður elskhugi. Við höfum svipuð áhugamál og sömu gildi og lífsskoðanir. Svo er hann líka frábær pabbi, bæði við sín börn frá fyrra hjónabandi og mín. Sannkallaður draumafengur. 

Fyrr í sumar sagði hann mér hins vegar frá því að hann ætti sér ansi stórt leyndarmál. Hann hefur þörf fyrir að klæða sig reglulega í kvenmannsföt og mála sig. Hann leggur mikla áherslu á að hann sé ekki trans, þ.e. upplifi sig ekki af röngu kyni og ætli í kynleiðréttingu síðar, og hann fari mjög leynt með þessar hneigðir. Þetta kom mér mjög í opna skjöldu og ég var eiginlega alveg kjaftstopp. Ég veit að það var erfitt fyrir hann að segja mér frá þessu og mér finnst það að hann treystir mér fyrir þessu endurspegla að hann sé heiðarlegur og heill. Mér finnst þetta hins vegar skrítið og ég veit ekki hvað mér finnst um að eiga mann sem vill klæðast kjólunum mínum og hælaskónum.

Ég vil vera konan í sambandinu. Ég hef ekki séð hann uppáklæddan enn þá en hann hefur sýnt mér myndir og þar lítur hann alveg ansi sannfærandi út, í fallegum og smekklegum fötum og vel málaður. Raunar er hann svo sannfærandi að það kitlar mig pínulítið. Og það gerir mig enn ringlaðri! Hvað á ég að gera? Mig langar mjög að halda í þennan yndislega mann en óttast að þessar hneigðir hans geri mig á endanum afhuga honum og ég líti frekar á hann sem vinkonu en kærasta.

Kær kveðja, ein ringluð.

Elínrós Líndal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
Elínrós Líndal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Elínrós

Sæl elsku ringluð. 

Það er ekkert skrítið að þú sért ringluð. Þú ert með verkefni og þarft að fá aðstoð við að sjá það með kærleiksríkum augum frá einhverjum sem þú treystir og er ekki inni í rammanum  þínum. 

Takk fyrir traustið.

Ég skal spegla til þín eins og ég get. Hins vegar er ég ekki sérfræðingur í því sem kærastinn hefur þörf fyrir að gera. En ég á fullt af vinkonum sem klæða sig daglega eins og strákar. Mér finnst það flott og hef enga sérstaka skoðun á þvi. 

Verkefnið er að mínu mati er heiðarleiki. Mig langar að útskýra fyrir þér af hverju ég horfi á þetta svona.

Ég vil vera fullkomlega heiðarleg við þig í mínu svari, svo þú getir speglað áfram inn á við. Þegar ég las bréfið frá þér þá fékk ég strax þessa tilfinningu: Er þetta ekki of gott til að vera satt? Kærasti þinn er mikill fengur, án efa. En ertu að leita að fullkomnum manni? Er slíkt til?Kærastinn þinn virðist spegla fullkomlega inn í kerfið þitt mann sem er mikill fengur, við skulum gefa honum það til að byrja með. 

Þegar ég aðstoða konur þegar kemur að samböndum, fæ ég þær oftast til að taka sér góðan tíma einar. Ef þær eru í samböndum vinnum við út frá því. En við skoðum saman hvað gömul sambönd hafa vakið upp með þeim. Við skoðum hvaða sár ýfast upp í samböndum, við skoðum af hverju og svo skoðum við hvernig þær geta tekið ábyrgð. Því eins og þú þekkir þegar kemur að ástinni eru ástarsambönd eitt stærsta verkefnið okkar hér á jörðinni. Maður þarf að velja sér þann aðila sem maður ætlar í þetta ferðalag með af kostgæfni. 

Af minni eigin reynslu hef ég uppgötvað að þegar ég varpa sektarkennd, dómhörku, ótta og öðru sem ekki er ást eða kærleikur inn í sambönd mín hefur það alltaf sömu áhrifin á mig. Ég fæ það margfalt til baka aftur. Ef ég fer út úr sambandi og vinn ekki í mér þá hef ég vanalega lent með sömu áskorina fyrir framan mig í nýjum manni. Það er eins og veröldin sé að segja mér: Fyrst þú lærðir ekki af síðasta sambandi langar mig að færa þér sömu áskorun aftur, aðeins dulbúna en hér er þitt tækifæri að læra stelpa!

Ástæðan fyrir því að heiðarleiki skiptir mig svona miklu máli í dag er af því ég hef prófað að fara í samband sjálf byggt á óheiðarleika. Ég þekkti ekki alveg sjálfa mig og lék því konuna sem ég hélt ég væri. Dæmigerð ég á þessum stað væri þá að fara á stefnumót og síðan kannski í samband með bundið fyrir augun. Ég var ekkert að spá í hvaða mann kærastinn hafði að geyma, ég myndi hvort eð er breyta honum. Síðan leyfði ég bara egóinu mínu að leika lausum hala í að leika þá konu sem ég taldi mig vilja vera. Ég var betri en þetta og hitt, forðaðist að tala um veikleika mína og þar fram eftir götunum. 

Það er erfitt að leika hressu sjálfsöruggu stelpuna lengi ef maður er búinn að koma sér í samband og er orðinn pínulitil, krumpuð og stjórnsöm. 

Ég áður en ég byrjaði að vinna í mér, gæti verið kærastinn þinn, eins og þú lýsir honum í bréfinu þínu. Aðeins of góður til að vera sannur, síðan með eitthvert leyndarmál sem hefði mátt kynna í upphafi. Í mínu tilviki voru þetta erfiðar fjölskylduaðstæður sem ég dæmdi mig fyrir. 

Ég hef enga skoðun á því sem kærastinn þinn er að gera nema að einu leyti sem er: Ég er aldrei hrifin af hlutum sem þola ekki dagsljósið. Ef ég fel eitthvað sem ég er að gera, fel ég það af því að ég er sátt við það eða ósátt? Gæti sannleikurinn frelsað mig annaðhvort frá skömminni eða hegðuninni?

Í hinum fullkomna heimi værum við mannfólkið að hittast á stefnumótum í 10 skipti, raunverulega að kynnast náið sem vinir. Við myndum ræða styrkleika okkar og veikleika, við myndum kynna okkur inn í sambönd. Tala um sár sem eru opin, sár sem eru orðin að örum og gera með okkur samning. Við myndum tala um hluti sem við gætum treyst vinum okkar fyrir.

Eftir því sem þú lendir í fleiri svona reynslum færðu fleiri tækifæri til að setja sterk innri mörk.

Hvernig útgáfa af þér verður þú með þannig manni? Þetta þarftu að skoða. Hvað tala konur sem eru í svona samböndum um að séu kostir þess? Eru þessir menn nærgætnari en aðrir? Skilja þeir konur betur? Getur þetta aukið ánægjuna í samböndum? En gallar? Er þetta val hjá fólki eða fíkn? Allt sem við gerum í samböndum sem eykur ástina í þeim er kærleiksríkt. Allt sem við gerum og minnkar ástina í samböndum okkar að mínu mati er leikur, svo við getum hafnað okkur.

Ef við ræðum þetta atriði út frá fíkn og stjórnleysi. Kærasti þinn ætti að eiga auðvelt með að hætta að gera eitthvað sem ógnar sambandi ykkar ef hann er frjáls frá því. Hins vegar ef þetta er eitthvað sem tengist kynlífi, fíkn og fixi. Þá erum við komin með þetta atriði inn í allt annað umhverfi. Þið þurfið að að varpa ljósi á þetta saman. 

Þið eruð á leiðinni í fallegt verkefni saman og ef þið væruð hjá mér í hjónaráðgjöf myndi ég stinga upp á að kærastinn færi til fagmanns eins og Kjartans Pálmasonar í Lausninni. Ég myndi fá hann til að svara eftirfarandi spurningum: Af hverju geri ég þetta? Hvað fæ ég út úr því? Hvernig virkaði þetta inn í önnur sambönd hjá mér? Ef þetta skemmir sambandið er ég til í að fara í fráhald með þetta atriði? Síðan myndi ég fá þig til að svara: Hvernig útgáfa verð ég af mér með kærasta í svona sambandi? Get ég hugsað mér svona samband? Er ég með eitthvað í pokahorninu sem heiðarlegt væri að ég kæmi fram með á þessum tímapunkti?

Í framhaldi af því myndi ég fá ykkur til að gera samning í þessum efnum ef þið haldið áfram að vera saman. Öll sambönd eru verkefni. Ef þið finnið alvörulausn sem eykur ástina á milli ykkar og traustið. Þá er það frábært veganesti inn í framtíðina. Þú gætir jafnvel verið búin að finna þinn lífsförunaut fyrir lífið.

Að lokum langar mig að segja eitt.

Ekki fara inn í samband með manni nema að vel hugsuðu máli. Ef þú heldur að þú munir missa áhugann á honum út af þessu, vertu opin með það strax. Það er ekki sanngjarnt gagnvart honum né þér að þú farir með bundið fyrir augun lengra inn í sambandið og hafnir honum seinna út af þessu.

Ef þetta atriði verður til að þið hættið saman, þá má búast við að þetta mál hækki tíðni ykkar beggja. Þú verður meira vakandi fyrir þeim mönnum sem þú kynnist í framtíðinni og hann mun þá væntanlega kynna þetta atriði inn áður en hann fer í samband. Þið verðið þá bæði reynslunni ríkari. Eða kynnist nýju fólki sem mun kenna ykkur lexíu verkefnisins betur.

Settu ljós, ást og bænir inn í morgunverkin þín. Þá muntu sjá að veröldin vil þér vel og þú átt allt það besta skilið. Ég held að þessi maður sé gjöf inn í líf þitt.

Gangi þér vel.

Kærar, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

Í gær, 22:45 Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

Í gær, 19:00 „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

Í gær, 16:00 Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

Í gær, 13:00 Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

Í gær, 10:00 „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

Í gær, 05:00 Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

í fyrradag Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

í fyrradag „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

í fyrradag Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

í fyrradag „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

í fyrradag Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

í fyrradag Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

13.12. Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

13.12. Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

13.12. Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

13.12. Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

13.12. Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

13.12. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

12.12. Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

12.12. Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

12.12. „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »