Kærastinn klæðir sig upp – hvað er til ráða?

Það getur ýmislegt komið upp á í samböndum þegar leyndarmál ...
Það getur ýmislegt komið upp á í samböndum þegar leyndarmál sem ekki voru kynnt í upphafi koma upp á yfirborðið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona sem elsk­ar kær­asta sinn hvað hún eigi að gera. Hann er sannkallaður draumafengur að einu undanskildu. Hann hefur þörf fyrir að klæða sig reglulega í kvenmannsföt og mála sig.

Kæra Elínrós.

Ég er í sambandi við yndislegan mann. Við erum búin að vera saman í nokkra mánuði og sambandið að komast á alvarlegra stig. Hann er bæði skemmtilegur og góður og frábær félagi í alla staði og líka góður elskhugi. Við höfum svipuð áhugamál og sömu gildi og lífsskoðanir. Svo er hann líka frábær pabbi, bæði við sín börn frá fyrra hjónabandi og mín. Sannkallaður draumafengur. 

Fyrr í sumar sagði hann mér hins vegar frá því að hann ætti sér ansi stórt leyndarmál. Hann hefur þörf fyrir að klæða sig reglulega í kvenmannsföt og mála sig. Hann leggur mikla áherslu á að hann sé ekki trans, þ.e. upplifi sig ekki af röngu kyni og ætli í kynleiðréttingu síðar, og hann fari mjög leynt með þessar hneigðir. Þetta kom mér mjög í opna skjöldu og ég var eiginlega alveg kjaftstopp. Ég veit að það var erfitt fyrir hann að segja mér frá þessu og mér finnst það að hann treystir mér fyrir þessu endurspegla að hann sé heiðarlegur og heill. Mér finnst þetta hins vegar skrítið og ég veit ekki hvað mér finnst um að eiga mann sem vill klæðast kjólunum mínum og hælaskónum.

Ég vil vera konan í sambandinu. Ég hef ekki séð hann uppáklæddan enn þá en hann hefur sýnt mér myndir og þar lítur hann alveg ansi sannfærandi út, í fallegum og smekklegum fötum og vel málaður. Raunar er hann svo sannfærandi að það kitlar mig pínulítið. Og það gerir mig enn ringlaðri! Hvað á ég að gera? Mig langar mjög að halda í þennan yndislega mann en óttast að þessar hneigðir hans geri mig á endanum afhuga honum og ég líti frekar á hann sem vinkonu en kærasta.

Kær kveðja, ein ringluð.

Elínrós Líndal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
Elínrós Líndal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Elínrós

Sæl elsku ringluð. 

Það er ekkert skrítið að þú sért ringluð. Þú ert með verkefni og þarft að fá aðstoð við að sjá það með kærleiksríkum augum frá einhverjum sem þú treystir og er ekki inni í rammanum  þínum. 

Takk fyrir traustið.

Ég skal spegla til þín eins og ég get. Hins vegar er ég ekki sérfræðingur í því sem kærastinn hefur þörf fyrir að gera. En ég á fullt af vinkonum sem klæða sig daglega eins og strákar. Mér finnst það flott og hef enga sérstaka skoðun á þvi. 

Verkefnið er að mínu mati er heiðarleiki. Mig langar að útskýra fyrir þér af hverju ég horfi á þetta svona.

Ég vil vera fullkomlega heiðarleg við þig í mínu svari, svo þú getir speglað áfram inn á við. Þegar ég las bréfið frá þér þá fékk ég strax þessa tilfinningu: Er þetta ekki of gott til að vera satt? Kærasti þinn er mikill fengur, án efa. En ertu að leita að fullkomnum manni? Er slíkt til?Kærastinn þinn virðist spegla fullkomlega inn í kerfið þitt mann sem er mikill fengur, við skulum gefa honum það til að byrja með. 

Þegar ég aðstoða konur þegar kemur að samböndum, fæ ég þær oftast til að taka sér góðan tíma einar. Ef þær eru í samböndum vinnum við út frá því. En við skoðum saman hvað gömul sambönd hafa vakið upp með þeim. Við skoðum hvaða sár ýfast upp í samböndum, við skoðum af hverju og svo skoðum við hvernig þær geta tekið ábyrgð. Því eins og þú þekkir þegar kemur að ástinni eru ástarsambönd eitt stærsta verkefnið okkar hér á jörðinni. Maður þarf að velja sér þann aðila sem maður ætlar í þetta ferðalag með af kostgæfni. 

Af minni eigin reynslu hef ég uppgötvað að þegar ég varpa sektarkennd, dómhörku, ótta og öðru sem ekki er ást eða kærleikur inn í sambönd mín hefur það alltaf sömu áhrifin á mig. Ég fæ það margfalt til baka aftur. Ef ég fer út úr sambandi og vinn ekki í mér þá hef ég vanalega lent með sömu áskorina fyrir framan mig í nýjum manni. Það er eins og veröldin sé að segja mér: Fyrst þú lærðir ekki af síðasta sambandi langar mig að færa þér sömu áskorun aftur, aðeins dulbúna en hér er þitt tækifæri að læra stelpa!

Ástæðan fyrir því að heiðarleiki skiptir mig svona miklu máli í dag er af því ég hef prófað að fara í samband sjálf byggt á óheiðarleika. Ég þekkti ekki alveg sjálfa mig og lék því konuna sem ég hélt ég væri. Dæmigerð ég á þessum stað væri þá að fara á stefnumót og síðan kannski í samband með bundið fyrir augun. Ég var ekkert að spá í hvaða mann kærastinn hafði að geyma, ég myndi hvort eð er breyta honum. Síðan leyfði ég bara egóinu mínu að leika lausum hala í að leika þá konu sem ég taldi mig vilja vera. Ég var betri en þetta og hitt, forðaðist að tala um veikleika mína og þar fram eftir götunum. 

Það er erfitt að leika hressu sjálfsöruggu stelpuna lengi ef maður er búinn að koma sér í samband og er orðinn pínulitil, krumpuð og stjórnsöm. 

Ég áður en ég byrjaði að vinna í mér, gæti verið kærastinn þinn, eins og þú lýsir honum í bréfinu þínu. Aðeins of góður til að vera sannur, síðan með eitthvert leyndarmál sem hefði mátt kynna í upphafi. Í mínu tilviki voru þetta erfiðar fjölskylduaðstæður sem ég dæmdi mig fyrir. 

Ég hef enga skoðun á því sem kærastinn þinn er að gera nema að einu leyti sem er: Ég er aldrei hrifin af hlutum sem þola ekki dagsljósið. Ef ég fel eitthvað sem ég er að gera, fel ég það af því að ég er sátt við það eða ósátt? Gæti sannleikurinn frelsað mig annaðhvort frá skömminni eða hegðuninni?

Í hinum fullkomna heimi værum við mannfólkið að hittast á stefnumótum í 10 skipti, raunverulega að kynnast náið sem vinir. Við myndum ræða styrkleika okkar og veikleika, við myndum kynna okkur inn í sambönd. Tala um sár sem eru opin, sár sem eru orðin að örum og gera með okkur samning. Við myndum tala um hluti sem við gætum treyst vinum okkar fyrir.

Eftir því sem þú lendir í fleiri svona reynslum færðu fleiri tækifæri til að setja sterk innri mörk.

Hvernig útgáfa af þér verður þú með þannig manni? Þetta þarftu að skoða. Hvað tala konur sem eru í svona samböndum um að séu kostir þess? Eru þessir menn nærgætnari en aðrir? Skilja þeir konur betur? Getur þetta aukið ánægjuna í samböndum? En gallar? Er þetta val hjá fólki eða fíkn? Allt sem við gerum í samböndum sem eykur ástina í þeim er kærleiksríkt. Allt sem við gerum og minnkar ástina í samböndum okkar að mínu mati er leikur, svo við getum hafnað okkur.

Ef við ræðum þetta atriði út frá fíkn og stjórnleysi. Kærasti þinn ætti að eiga auðvelt með að hætta að gera eitthvað sem ógnar sambandi ykkar ef hann er frjáls frá því. Hins vegar ef þetta er eitthvað sem tengist kynlífi, fíkn og fixi. Þá erum við komin með þetta atriði inn í allt annað umhverfi. Þið þurfið að að varpa ljósi á þetta saman. 

Þið eruð á leiðinni í fallegt verkefni saman og ef þið væruð hjá mér í hjónaráðgjöf myndi ég stinga upp á að kærastinn færi til fagmanns eins og Kjartans Pálmasonar í Lausninni. Ég myndi fá hann til að svara eftirfarandi spurningum: Af hverju geri ég þetta? Hvað fæ ég út úr því? Hvernig virkaði þetta inn í önnur sambönd hjá mér? Ef þetta skemmir sambandið er ég til í að fara í fráhald með þetta atriði? Síðan myndi ég fá þig til að svara: Hvernig útgáfa verð ég af mér með kærasta í svona sambandi? Get ég hugsað mér svona samband? Er ég með eitthvað í pokahorninu sem heiðarlegt væri að ég kæmi fram með á þessum tímapunkti?

Í framhaldi af því myndi ég fá ykkur til að gera samning í þessum efnum ef þið haldið áfram að vera saman. Öll sambönd eru verkefni. Ef þið finnið alvörulausn sem eykur ástina á milli ykkar og traustið. Þá er það frábært veganesti inn í framtíðina. Þú gætir jafnvel verið búin að finna þinn lífsförunaut fyrir lífið.

Að lokum langar mig að segja eitt.

Ekki fara inn í samband með manni nema að vel hugsuðu máli. Ef þú heldur að þú munir missa áhugann á honum út af þessu, vertu opin með það strax. Það er ekki sanngjarnt gagnvart honum né þér að þú farir með bundið fyrir augun lengra inn í sambandið og hafnir honum seinna út af þessu.

Ef þetta atriði verður til að þið hættið saman, þá má búast við að þetta mál hækki tíðni ykkar beggja. Þú verður meira vakandi fyrir þeim mönnum sem þú kynnist í framtíðinni og hann mun þá væntanlega kynna þetta atriði inn áður en hann fer í samband. Þið verðið þá bæði reynslunni ríkari. Eða kynnist nýju fólki sem mun kenna ykkur lexíu verkefnisins betur.

Settu ljós, ást og bænir inn í morgunverkin þín. Þá muntu sjá að veröldin vil þér vel og þú átt allt það besta skilið. Ég held að þessi maður sé gjöf inn í líf þitt.

Gangi þér vel.

Kærar, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

09:37 „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

05:00 „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

Í gær, 19:00 Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

Í gær, 15:27 Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

Í gær, 13:00 „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

í gær „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

í gær Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

í fyrradag Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

í fyrradag Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

í fyrradag Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

22.4. Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

22.4. Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

21.4. Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »