Sterkasta vopn ástargyðjunnar

Ástargyðjan á sér vopn sem byggir á opnum samskiptum. Að ...
Ástargyðjan á sér vopn sem byggir á opnum samskiptum. Að vera auðmjúkur og opinn við maka sinn, færir fólk nær hvort öðru og býr til ást og öryggi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ef þú ert í góðu sambandi og þið eruð að gera eitthvað af þeim ellefu hlutum sem talað er um í þessari grein eru miklar líkur á að þið eigið eftir að verða gömul og krúttleg saman. 

Þegar þú byrjar í nýju sambandi getur þú aldrei vitað útkomuna. Sumum er ætlað að vera lengi saman, öðrum er ætlað að vera stutt saman og læra af reynslunni. Það er aldrei að vita. En ef þú og maki þinn gerið eftirfarandi hluti saman þá segja sérfræðingar að þið eigið séns saman í framtíðinni. 

Greinin birtist á Bustle nýverið.

Að búa til tíma fyrir hvort annað

Að búa til tíma fyrir hvort annað virðist frekar augljóst. En lífið getur svo auðveldlega orðið þannig að við gleymum að forgangsraða því sem skiptir okkur mestu máli. „Ekki gera ráð fyrir því að maki þinn verði alltaf til staðar,“ segir Caleb Backe sem er sérfræðingur í heilsu og vellíðan. „Maki þinn er ekki fylgihlutur og ætti ekki að fá þannig framkomu frá þér.“ Þegar þú skipuleggur ákveðinn gæðatíma fyrir þig og maka þinn, þýðir það að þú setur sambandið í forgang.

Að halda í vinskapinn

„Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að fólk laðast að hvort öðru – ást, líkamleg hrifning, að langa í börn saman, fjárhagslegt öryggi og þar fram eftir götunum. En límið sem heldur fólki saman í lengri tíma er vinskapur,“ segir Arlene B. Englander, sálgreinir og rithöfundur. 

Að viðhalda góðum jákvæðum vinskap við maka þinn er eins einfalt og að þykja vænt um viðkomandi, að spyrja um daginn og að hlusta á það sem hann segir. „Að mínu mati er vinur einhver sem hjálpar þér að líða betur með þig einfaldlega með því að verja stund með þér,“ segir Englander. Ef þú getur verið þessi aðili fyrir maka þinn þá eru meiri líkur á að þið verðið saman inn í framtíðina. 

Að eiga skrítin samtöl

Þegar þú ert að leita eftir því að vera í sambandi sem endist út ævina þarftu að vera tilbúin/tilbúinn að sýna hugrekki. „Að tjá sig án ótta er aðalatriðið þegar kemur að trausti,“ segir Kate Romero sambandsmarkþjálfi. „Að mínu mati eru sterkt og heilbrigð samskipti eitt sterkasta vopn ástargyðjunnar.“ Þegar opin samskipti eiga sér stað og traust ríkir í sambandinu getur sambandið haldið áfram inn í eilífðina.

Að æfa sig í auðmjúku samþykki

„Væntingar sem skapast vegna fullkomnunaráráttu getur haft áhrif á hamingju okkar á mörgum sviðum, þar á meðal í samböndum okkar,“ segir Laura Federico, klínískur sálgreinir. Eins gott og það hljómar að eiga fullkomið samband er það óraunhæft. Ef þú getur sætt þig við að þú og maki þinn verðið seint fullkomin verður þú líklegast minna líkleg/líklegur að hefja rifrildi þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og þú hefðir helst viljað. „Þegar þú verður yfirmáta gagnrýnin/gagnrýninn skaltu horfa inn á við,“ segir Federico. Þú getur farið með jákvæða möntru sem þú getur notað á þessum stundum. „Ég er þakklát/þakklátur að ég er í yndislegu sambandi með einstaklingi sem elskar mig.“ Þannig sigrar þú alla neikvæðni sem kemur inn í huga þinn.

Að kaupa í matinn saman 

„Það eru margir sem horfa fram hjá þessu atriði og vanmeta það þegar pör fara út að versla saman,“ segir April Masini sambandsráðgjafi. „Mörg pör sem hafa verið saman lengi eru sífellt að velta fyrir sér af hverju hinn aðilinn borðar ekki kiwi á meðan það er þeirra uppáhaldsávöxtur.“ Svona litlir hlutir gefa okkur vísbendingar um hvort annað. „Eins gefur þetta tækifæri á að segja skemmtilegar litlar sögur um maka okkar við börnin okkar. Það þurfa allir að borða. Ef við getum gert þennan hlut skemmtilegan okkar á milli er líklegt að það auki á ánægjuna okkar inn í framtíðina.“ 

Að eiga tíma fyrir okkur sjálf

„Þótt það sé nauðsynlegt að við verjum góðum tíma með maka okkar er ekki síður mikilvægt að við eigum góðar stundir með okkur sjálfum,“ segir Backe. Heilbrigð sambönd sem eru búin til fyrir að endast eru samsett af fólki sem elska og kunna að vera ein. Þetta fólk velur þá að vera í sambandi en þarf það ekki af nauðsyn. „Þú vilt auka ánægju maka þíns og þið eigið að vilja stækka líf hvort annars. Ekki að bráðna inn í form hvort annars,“ segir hann. Að gefa hvort öðru rými, mun viðhalda góðu sambandi ykkar á milli án þess að hvorugt ykkar missið ykkur sjálf í ferlinu.

Að stunda virka hlustun

„Aðalatriðið er að gefa maka okkar einlæga og óskipta athygli þegar þeir eru að tala. Ekki ósvipað því sem þú gafst maka þínum á fyrsta stefnumóti,“ segir Bacha Goetz sambandsráðgjafi og rithöfundur. Hugsaðu fyrsta stefnumótið ykkar. Það er nokkuð líklegt að þú hafir ekki verið í símanum allan tímann. Þú hafðir mikinn áhuga á að tala og kynnast makanum. Haltu í þessa minningu og ástundaðu þetta reglulega. „Ef þú reynir að hætta að gera marga hluti í einu þegar þið eruð að tala saman,“ segir Goetz. „Þá er eins og fyrsta stefnumót ykkar sé enn þá í gangi.“

Að búa til minningar saman

Ef þú vilt að sambandið sem þú ert í endist þarftu að huga að litlu hlutunum. „Skrítnir skemmtilegir hlutir sem búa til minningar þurfa ekki að kosta mikið,“ segir Mike Bennett sambandsráðgjafi. 

„Þú gætir átt fleiri fallegar minningar frá því að hjóla saman, fara á bát saman, eða veiða í ám heldur en frá skemmtiferðaskipi sem þú átt erfitt með að njóta af því þú átt ekki alveg fyrir ferðinni.“ Þetta snýst allt um að vera þakklátur og að finna leiðir til að vera þakklátur fyrir sambandið á hverjum degi. Að hlúa að hverju einasta augnabliki með maka þínum sem minningu sem þú heldur upp á getur aðstoðað ykkur með að halda sambandinu gangandi í langan tíma.  

Að dvelja í örmum hvort annars

Ef þú vilt verða gamall/gömul með maka þínum, gerðu það þá að vana þínum að dvelja 2 mínútur daglega í örmum hans. „Þessi stund að hvíla í augnablikinu í örmum hvort annars og tengja á sama tíma, er þetta litla augnablik yfir daginn sem kemur blóðrásinni af stað og lætur þig finna fyrir umhyggjunni ykkar á milli.“

Að rífast á réttlátan hátt

Að rífast við maka okkar þýðir ekki að sambandið sé lélegt eða að það sé að enda. Öll pör rífast. En rifrildi er ekki bara rifrildi að mati Dave Jenkins sambands markþjálfa. „Pör ættu ekki að fara undir beltisstað hvort annars í rifrildi. Þau ættu heldur ekki að minnast á gömul mál sem búið er að útkljá eða að setja hvort annað niður fyrir framan aðra eða hvort annað.“

Að njóta hvort annars

„Að njóta hvort annars og að njóta þess að vera saman er lykilatriði,“ segir Heidi McBain fjölskylduráðgjafi. Ef þú situr í þögn með maka þínum og þér líður vel þá eru miklar líkur á því að þið getið átt framtíðina fyrir ykkur. 

Engin pör ná því að vera 20 ár saman, 30 ár saman eða 50 ár saman án þess að setja vinnu í sambandið. Að verða gamall með einhverjum hefur sína kosti og galla og þess vegna þarftu verkfærin sem rædd eru í þessari grein. 

mbl.is

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

17:00 Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

13:00 Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

09:00 Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

05:00 Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

Í gær, 23:47 Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

Í gær, 20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

í gær Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

í gær Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

í gær Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

í gær Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

í fyrradag Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

20.3. Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

20.3. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

20.3. Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

20.3. „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »