Sterkasta vopn ástargyðjunnar

Ástargyðjan á sér vopn sem byggir á opnum samskiptum. Að ...
Ástargyðjan á sér vopn sem byggir á opnum samskiptum. Að vera auðmjúkur og opinn við maka sinn, færir fólk nær hvort öðru og býr til ást og öryggi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ef þú ert í góðu sambandi og þið eruð að gera eitthvað af þeim ellefu hlutum sem talað er um í þessari grein eru miklar líkur á að þið eigið eftir að verða gömul og krúttleg saman. 

Þegar þú byrjar í nýju sambandi getur þú aldrei vitað útkomuna. Sumum er ætlað að vera lengi saman, öðrum er ætlað að vera stutt saman og læra af reynslunni. Það er aldrei að vita. En ef þú og maki þinn gerið eftirfarandi hluti saman þá segja sérfræðingar að þið eigið séns saman í framtíðinni. 

Greinin birtist á Bustle nýverið.

Að búa til tíma fyrir hvort annað

Að búa til tíma fyrir hvort annað virðist frekar augljóst. En lífið getur svo auðveldlega orðið þannig að við gleymum að forgangsraða því sem skiptir okkur mestu máli. „Ekki gera ráð fyrir því að maki þinn verði alltaf til staðar,“ segir Caleb Backe sem er sérfræðingur í heilsu og vellíðan. „Maki þinn er ekki fylgihlutur og ætti ekki að fá þannig framkomu frá þér.“ Þegar þú skipuleggur ákveðinn gæðatíma fyrir þig og maka þinn, þýðir það að þú setur sambandið í forgang.

Að halda í vinskapinn

„Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að fólk laðast að hvort öðru – ást, líkamleg hrifning, að langa í börn saman, fjárhagslegt öryggi og þar fram eftir götunum. En límið sem heldur fólki saman í lengri tíma er vinskapur,“ segir Arlene B. Englander, sálgreinir og rithöfundur. 

Að viðhalda góðum jákvæðum vinskap við maka þinn er eins einfalt og að þykja vænt um viðkomandi, að spyrja um daginn og að hlusta á það sem hann segir. „Að mínu mati er vinur einhver sem hjálpar þér að líða betur með þig einfaldlega með því að verja stund með þér,“ segir Englander. Ef þú getur verið þessi aðili fyrir maka þinn þá eru meiri líkur á að þið verðið saman inn í framtíðina. 

Að eiga skrítin samtöl

Þegar þú ert að leita eftir því að vera í sambandi sem endist út ævina þarftu að vera tilbúin/tilbúinn að sýna hugrekki. „Að tjá sig án ótta er aðalatriðið þegar kemur að trausti,“ segir Kate Romero sambandsmarkþjálfi. „Að mínu mati eru sterkt og heilbrigð samskipti eitt sterkasta vopn ástargyðjunnar.“ Þegar opin samskipti eiga sér stað og traust ríkir í sambandinu getur sambandið haldið áfram inn í eilífðina.

Að æfa sig í auðmjúku samþykki

„Væntingar sem skapast vegna fullkomnunaráráttu getur haft áhrif á hamingju okkar á mörgum sviðum, þar á meðal í samböndum okkar,“ segir Laura Federico, klínískur sálgreinir. Eins gott og það hljómar að eiga fullkomið samband er það óraunhæft. Ef þú getur sætt þig við að þú og maki þinn verðið seint fullkomin verður þú líklegast minna líkleg/líklegur að hefja rifrildi þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og þú hefðir helst viljað. „Þegar þú verður yfirmáta gagnrýnin/gagnrýninn skaltu horfa inn á við,“ segir Federico. Þú getur farið með jákvæða möntru sem þú getur notað á þessum stundum. „Ég er þakklát/þakklátur að ég er í yndislegu sambandi með einstaklingi sem elskar mig.“ Þannig sigrar þú alla neikvæðni sem kemur inn í huga þinn.

Að kaupa í matinn saman 

„Það eru margir sem horfa fram hjá þessu atriði og vanmeta það þegar pör fara út að versla saman,“ segir April Masini sambandsráðgjafi. „Mörg pör sem hafa verið saman lengi eru sífellt að velta fyrir sér af hverju hinn aðilinn borðar ekki kiwi á meðan það er þeirra uppáhaldsávöxtur.“ Svona litlir hlutir gefa okkur vísbendingar um hvort annað. „Eins gefur þetta tækifæri á að segja skemmtilegar litlar sögur um maka okkar við börnin okkar. Það þurfa allir að borða. Ef við getum gert þennan hlut skemmtilegan okkar á milli er líklegt að það auki á ánægjuna okkar inn í framtíðina.“ 

Að eiga tíma fyrir okkur sjálf

„Þótt það sé nauðsynlegt að við verjum góðum tíma með maka okkar er ekki síður mikilvægt að við eigum góðar stundir með okkur sjálfum,“ segir Backe. Heilbrigð sambönd sem eru búin til fyrir að endast eru samsett af fólki sem elska og kunna að vera ein. Þetta fólk velur þá að vera í sambandi en þarf það ekki af nauðsyn. „Þú vilt auka ánægju maka þíns og þið eigið að vilja stækka líf hvort annars. Ekki að bráðna inn í form hvort annars,“ segir hann. Að gefa hvort öðru rými, mun viðhalda góðu sambandi ykkar á milli án þess að hvorugt ykkar missið ykkur sjálf í ferlinu.

Að stunda virka hlustun

„Aðalatriðið er að gefa maka okkar einlæga og óskipta athygli þegar þeir eru að tala. Ekki ósvipað því sem þú gafst maka þínum á fyrsta stefnumóti,“ segir Bacha Goetz sambandsráðgjafi og rithöfundur. Hugsaðu fyrsta stefnumótið ykkar. Það er nokkuð líklegt að þú hafir ekki verið í símanum allan tímann. Þú hafðir mikinn áhuga á að tala og kynnast makanum. Haltu í þessa minningu og ástundaðu þetta reglulega. „Ef þú reynir að hætta að gera marga hluti í einu þegar þið eruð að tala saman,“ segir Goetz. „Þá er eins og fyrsta stefnumót ykkar sé enn þá í gangi.“

Að búa til minningar saman

Ef þú vilt að sambandið sem þú ert í endist þarftu að huga að litlu hlutunum. „Skrítnir skemmtilegir hlutir sem búa til minningar þurfa ekki að kosta mikið,“ segir Mike Bennett sambandsráðgjafi. 

„Þú gætir átt fleiri fallegar minningar frá því að hjóla saman, fara á bát saman, eða veiða í ám heldur en frá skemmtiferðaskipi sem þú átt erfitt með að njóta af því þú átt ekki alveg fyrir ferðinni.“ Þetta snýst allt um að vera þakklátur og að finna leiðir til að vera þakklátur fyrir sambandið á hverjum degi. Að hlúa að hverju einasta augnabliki með maka þínum sem minningu sem þú heldur upp á getur aðstoðað ykkur með að halda sambandinu gangandi í langan tíma.  

Að dvelja í örmum hvort annars

Ef þú vilt verða gamall/gömul með maka þínum, gerðu það þá að vana þínum að dvelja 2 mínútur daglega í örmum hans. „Þessi stund að hvíla í augnablikinu í örmum hvort annars og tengja á sama tíma, er þetta litla augnablik yfir daginn sem kemur blóðrásinni af stað og lætur þig finna fyrir umhyggjunni ykkar á milli.“

Að rífast á réttlátan hátt

Að rífast við maka okkar þýðir ekki að sambandið sé lélegt eða að það sé að enda. Öll pör rífast. En rifrildi er ekki bara rifrildi að mati Dave Jenkins sambands markþjálfa. „Pör ættu ekki að fara undir beltisstað hvort annars í rifrildi. Þau ættu heldur ekki að minnast á gömul mál sem búið er að útkljá eða að setja hvort annað niður fyrir framan aðra eða hvort annað.“

Að njóta hvort annars

„Að njóta hvort annars og að njóta þess að vera saman er lykilatriði,“ segir Heidi McBain fjölskylduráðgjafi. Ef þú situr í þögn með maka þínum og þér líður vel þá eru miklar líkur á því að þið getið átt framtíðina fyrir ykkur. 

Engin pör ná því að vera 20 ár saman, 30 ár saman eða 50 ár saman án þess að setja vinnu í sambandið. Að verða gamall með einhverjum hefur sína kosti og galla og þess vegna þarftu verkfærin sem rædd eru í þessari grein. 

mbl.is

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

11:37 Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

09:53 Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

06:00 Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

Í gær, 22:00 Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

Í gær, 18:00 Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

Í gær, 15:00 Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

Í gær, 13:00 Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

í gær Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

í gær Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

í fyrradag Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

í fyrradag Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

í fyrradag Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

17.11. Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

17.11. Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »