Sterkasta vopn ástargyðjunnar

Ástargyðjan á sér vopn sem byggir á opnum samskiptum. Að ...
Ástargyðjan á sér vopn sem byggir á opnum samskiptum. Að vera auðmjúkur og opinn við maka sinn, færir fólk nær hvort öðru og býr til ást og öryggi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ef þú ert í góðu sambandi og þið eruð að gera eitthvað af þeim ellefu hlutum sem talað er um í þessari grein eru miklar líkur á að þið eigið eftir að verða gömul og krúttleg saman. 

Þegar þú byrjar í nýju sambandi getur þú aldrei vitað útkomuna. Sumum er ætlað að vera lengi saman, öðrum er ætlað að vera stutt saman og læra af reynslunni. Það er aldrei að vita. En ef þú og maki þinn gerið eftirfarandi hluti saman þá segja sérfræðingar að þið eigið séns saman í framtíðinni. 

Greinin birtist á Bustle nýverið.

Að búa til tíma fyrir hvort annað

Að búa til tíma fyrir hvort annað virðist frekar augljóst. En lífið getur svo auðveldlega orðið þannig að við gleymum að forgangsraða því sem skiptir okkur mestu máli. „Ekki gera ráð fyrir því að maki þinn verði alltaf til staðar,“ segir Caleb Backe sem er sérfræðingur í heilsu og vellíðan. „Maki þinn er ekki fylgihlutur og ætti ekki að fá þannig framkomu frá þér.“ Þegar þú skipuleggur ákveðinn gæðatíma fyrir þig og maka þinn, þýðir það að þú setur sambandið í forgang.

Að halda í vinskapinn

„Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að fólk laðast að hvort öðru – ást, líkamleg hrifning, að langa í börn saman, fjárhagslegt öryggi og þar fram eftir götunum. En límið sem heldur fólki saman í lengri tíma er vinskapur,“ segir Arlene B. Englander, sálgreinir og rithöfundur. 

Að viðhalda góðum jákvæðum vinskap við maka þinn er eins einfalt og að þykja vænt um viðkomandi, að spyrja um daginn og að hlusta á það sem hann segir. „Að mínu mati er vinur einhver sem hjálpar þér að líða betur með þig einfaldlega með því að verja stund með þér,“ segir Englander. Ef þú getur verið þessi aðili fyrir maka þinn þá eru meiri líkur á að þið verðið saman inn í framtíðina. 

Að eiga skrítin samtöl

Þegar þú ert að leita eftir því að vera í sambandi sem endist út ævina þarftu að vera tilbúin/tilbúinn að sýna hugrekki. „Að tjá sig án ótta er aðalatriðið þegar kemur að trausti,“ segir Kate Romero sambandsmarkþjálfi. „Að mínu mati eru sterkt og heilbrigð samskipti eitt sterkasta vopn ástargyðjunnar.“ Þegar opin samskipti eiga sér stað og traust ríkir í sambandinu getur sambandið haldið áfram inn í eilífðina.

Að æfa sig í auðmjúku samþykki

„Væntingar sem skapast vegna fullkomnunaráráttu getur haft áhrif á hamingju okkar á mörgum sviðum, þar á meðal í samböndum okkar,“ segir Laura Federico, klínískur sálgreinir. Eins gott og það hljómar að eiga fullkomið samband er það óraunhæft. Ef þú getur sætt þig við að þú og maki þinn verðið seint fullkomin verður þú líklegast minna líkleg/líklegur að hefja rifrildi þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og þú hefðir helst viljað. „Þegar þú verður yfirmáta gagnrýnin/gagnrýninn skaltu horfa inn á við,“ segir Federico. Þú getur farið með jákvæða möntru sem þú getur notað á þessum stundum. „Ég er þakklát/þakklátur að ég er í yndislegu sambandi með einstaklingi sem elskar mig.“ Þannig sigrar þú alla neikvæðni sem kemur inn í huga þinn.

Að kaupa í matinn saman 

„Það eru margir sem horfa fram hjá þessu atriði og vanmeta það þegar pör fara út að versla saman,“ segir April Masini sambandsráðgjafi. „Mörg pör sem hafa verið saman lengi eru sífellt að velta fyrir sér af hverju hinn aðilinn borðar ekki kiwi á meðan það er þeirra uppáhaldsávöxtur.“ Svona litlir hlutir gefa okkur vísbendingar um hvort annað. „Eins gefur þetta tækifæri á að segja skemmtilegar litlar sögur um maka okkar við börnin okkar. Það þurfa allir að borða. Ef við getum gert þennan hlut skemmtilegan okkar á milli er líklegt að það auki á ánægjuna okkar inn í framtíðina.“ 

Að eiga tíma fyrir okkur sjálf

„Þótt það sé nauðsynlegt að við verjum góðum tíma með maka okkar er ekki síður mikilvægt að við eigum góðar stundir með okkur sjálfum,“ segir Backe. Heilbrigð sambönd sem eru búin til fyrir að endast eru samsett af fólki sem elska og kunna að vera ein. Þetta fólk velur þá að vera í sambandi en þarf það ekki af nauðsyn. „Þú vilt auka ánægju maka þíns og þið eigið að vilja stækka líf hvort annars. Ekki að bráðna inn í form hvort annars,“ segir hann. Að gefa hvort öðru rými, mun viðhalda góðu sambandi ykkar á milli án þess að hvorugt ykkar missið ykkur sjálf í ferlinu.

Að stunda virka hlustun

„Aðalatriðið er að gefa maka okkar einlæga og óskipta athygli þegar þeir eru að tala. Ekki ósvipað því sem þú gafst maka þínum á fyrsta stefnumóti,“ segir Bacha Goetz sambandsráðgjafi og rithöfundur. Hugsaðu fyrsta stefnumótið ykkar. Það er nokkuð líklegt að þú hafir ekki verið í símanum allan tímann. Þú hafðir mikinn áhuga á að tala og kynnast makanum. Haltu í þessa minningu og ástundaðu þetta reglulega. „Ef þú reynir að hætta að gera marga hluti í einu þegar þið eruð að tala saman,“ segir Goetz. „Þá er eins og fyrsta stefnumót ykkar sé enn þá í gangi.“

Að búa til minningar saman

Ef þú vilt að sambandið sem þú ert í endist þarftu að huga að litlu hlutunum. „Skrítnir skemmtilegir hlutir sem búa til minningar þurfa ekki að kosta mikið,“ segir Mike Bennett sambandsráðgjafi. 

„Þú gætir átt fleiri fallegar minningar frá því að hjóla saman, fara á bát saman, eða veiða í ám heldur en frá skemmtiferðaskipi sem þú átt erfitt með að njóta af því þú átt ekki alveg fyrir ferðinni.“ Þetta snýst allt um að vera þakklátur og að finna leiðir til að vera þakklátur fyrir sambandið á hverjum degi. Að hlúa að hverju einasta augnabliki með maka þínum sem minningu sem þú heldur upp á getur aðstoðað ykkur með að halda sambandinu gangandi í langan tíma.  

Að dvelja í örmum hvort annars

Ef þú vilt verða gamall/gömul með maka þínum, gerðu það þá að vana þínum að dvelja 2 mínútur daglega í örmum hans. „Þessi stund að hvíla í augnablikinu í örmum hvort annars og tengja á sama tíma, er þetta litla augnablik yfir daginn sem kemur blóðrásinni af stað og lætur þig finna fyrir umhyggjunni ykkar á milli.“

Að rífast á réttlátan hátt

Að rífast við maka okkar þýðir ekki að sambandið sé lélegt eða að það sé að enda. Öll pör rífast. En rifrildi er ekki bara rifrildi að mati Dave Jenkins sambands markþjálfa. „Pör ættu ekki að fara undir beltisstað hvort annars í rifrildi. Þau ættu heldur ekki að minnast á gömul mál sem búið er að útkljá eða að setja hvort annað niður fyrir framan aðra eða hvort annað.“

Að njóta hvort annars

„Að njóta hvort annars og að njóta þess að vera saman er lykilatriði,“ segir Heidi McBain fjölskylduráðgjafi. Ef þú situr í þögn með maka þínum og þér líður vel þá eru miklar líkur á því að þið getið átt framtíðina fyrir ykkur. 

Engin pör ná því að vera 20 ár saman, 30 ár saman eða 50 ár saman án þess að setja vinnu í sambandið. Að verða gamall með einhverjum hefur sína kosti og galla og þess vegna þarftu verkfærin sem rædd eru í þessari grein. 

mbl.is

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

Í gær, 15:00 Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

Í gær, 12:00 Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

Í gær, 08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í fyrradag Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

í fyrradag Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

í fyrradag „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í fyrradag Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »