Hafa skyndikynni áhrif á líðan okkar?

Skyndikynni geta haft áhrif á hvernig fólki líður en rannsóknir …
Skyndikynni geta haft áhrif á hvernig fólki líður en rannsóknir eru misvísandi þegar kemur að þessari tegund af kynlífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Robert Weiss er sambandsráðgjafi sem sérhæfir sig í framhjáhaldi, fíkn og kynlífi, ástarfíkn og klámi. Hann veltir upp spurningunni á MindBodyGreen hvort skyndikynni hafi áhrif á andlega líðan þeirra sem stunda slíkt.

Ef þú ert eins og margir aðrir hefur þú án efa fengið einhverjar upplýsingar frá innsæinu þínu um málefni þessarar greinar. Þú hefur kannski sterkar skoðanir, miðlungs eða jafnvel engar skoðanir á þessu. Rannsóknir á áhrifum skyndikynna eru fáar, þær eru misvísandi og sjaldnast finnst marktækur munur á fólki sem stundar skyndikynni og þeim sem ekki gera það. Það eru hins vegar nokkrir hlutir sem fara þvert á allar rannsóknir og gott er að ræða hér.

Þau eru:

Skyndikynni hafa ekki neikvæð áhrif á þig ef þau fara ekki yfir mörkin þín. Eins ef þú ert að stunda skyndikynni af því þig langar til þess og þú hefur gaman af því. Örugg skyndikynni eru einnig í lagi, þar sem þú ert að huga að því að nota verjur, til að verja þig fyrir sjúkdómum og þess háttar.

Hins vegar munu skyndikynni líklegast hafa neikvæð áhrif á þig ef þú tengist fólki tilfinningalega eftir skyndikynni. Fólkið sem þú stundar þá kynlífið með gætu verið á annarri blaðsíðu en þú.

Eins ef þú ert íhaldssöm/íhaldssamur í kynlíf að eðlisfari gætu skyndikynni valdið þér vanlíðan.

Að lokum er ekkert eitt svar til við þessari spurningu um hvort skyndikynni séu góð eða slæm. Hver einasta persóna er mismunandi og er með mismunandi upplifun þegar kemur að skyndikynnum. Besta ráðið er þá að nota skynsemina. Að þú finnir þín mörk og setjir þér siðareglur að fara eftir þegar kemur að kynlífi sem þú stundar með fólki sem þú þekkir lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál