Ertu í haltu mér slepptu mér sambandi?

Fólk í haltu mér slepptu mér samböndum á góðar stundir ...
Fólk í haltu mér slepptu mér samböndum á góðar stundir inn á milli. En sambandið er vont fyrir báða aðilana nema þeir leiti sér aðstoðar samkvæmt rannsóknum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það þekkja allir í það minnsta eitt par sem er sífellt að byrja saman og hætta saman. Bustle vísar í rannsókn sem gerð var nýverið þar sem fram kemur að slíkt mynstur getur verið mjög skaðlegt fyrir fólk sem er fast í þessum vítahring að vera að halda og sleppa.

Það getur verið erfitt að horfa á vini sína fasta í svona samböndum, þar sem augljóst er fyrir utanaðkomandi aðila að sambandið mun ekki ganga upp þótt parið eigi erfitt með að sleppa tökunum og halda áfram með lífið.

Hver man ekki eftir Ross og Rachel í Friends? Samband þeirra var ljóslifandi dæmi um hverslags áskorun það er að vera í haltu mér slepptu mér sambandinu.

Vinir fólks á þessum stað upplifa einnig andlegar áskoranir, þegar þeir dragast inn í atburðarásina þegar allt er hræðilegt annars vegar og svo hins vegar að þurfa að setja upp grímuna þegar allt er orðið geggjað gott aftur. 

Kale Monk, aðstoðarprófessor við háskólann í Missouri, vann ásamt rannsakendum í að greina gögn um 500 manns í svona samböndum. Niðurstaðan úr þeirri athugun leiddi í ljós að því oftar sem fólk hættir og byrjar saman, þeim mun meiri streita og þunglyndi myndast hjá parinu. 

Monk segir að skilnaður þurfi ekki alltaf að vera neikvæður, þar sem fólk skilur út af alls konar ástæðum. Hlutir gerast og breytast hjá fólki og stundum getur fjarlægðin búið til súrefni á milli fólks svo það geti séð betur hvað fór úrskeiðis í sambandinu. Báðir aðilar geta tekið ábyrgð og breytt hjá sér og þannig farið saman inn í framtíðina. Hins vegar þegar fólk er stöðugt í þessu mynstri hefur það áhrif á andlega heilsu fólks að mati rannsakenda.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að fólk sem er fast í haltu mér slepptu mér sambandi þurfi að skoða hvað liggur að baki hjá sér. „Ef parið viðurkennir að þetta sé ákveðið mynstur geta einstaklingarnir gert vissar breytingar hjá sér, tekið ábyrgð og haldið áfram eða endað sambandið á heilbrigðan hátt.“

Anita Chlipala, fjölskylduráðgjafi og rithöfundur, segir að fólk fari aftur inn í eitruð sambönd út af nokkrum óheilbrigðum ástæðum. Kannski álykta einstaklingar sem svo að maki sinn hafi breyst. Ef til vill vilja þau ekki skemma það sem búið er að fjárfesta í tengt sambandinu. Kannski telja þau maka sinn hinn eina sanna, eða að sambandið hafi stundum verið gott.  Þau vilja ekki vera ein, eða ekki vera á markaðnum aftur.

Ef annar aðilinn eða báðir fara ekki í ráðgjöf, eða breyta hegðun sinni á marktækan hátt, ber fólki að varast að fara aftur í gömul sambönd sem hafa ekki virkað til þessa.

„Þú verður að skoða allt sambandið, ekki einungis góðu tímana. Ekki blekkja sjálfan þig með því að þó að einhver lofi öllu fögru geti sá hinn sami breyst án mikillar fyrirhafnar. Ef manneskjan á svona auðvelt með að breyta, af hverju hefur hún ekki gert það áður? Ef ekkert sérstakt liggur að baki loforðinu nema orðin fögur myndi ég halda mig frá því að fara í sambandið aftur.“

Hvernig þú bindur enda á mynstrið

Þegar þú elskar einhvern, eða þú ert tengdur einhverjum sterkum tilfinningarböndum, getur það verið auðveldara sagt en gert að enda sambandið. „Ef þú vilt að sambandið taki enda í eitt skiptið fyrir öll er nauðsynlegt að setja mörk,“ segir Melanie Shapiro félagsráðgjafi. Sem dæmi getur þú beðið manneskjuna sem þú varst í sambandi með að hringja ekki í þig, senda þér ekki skilaboð eða að hætta að fylgja þér á samfélagsmiðlum og gert hið sama fyrir hana. 

Þetta er alltaf erfitt, en minntu þig á að þú veist hvernig hlutirnir enda ef þið takið saman aftur. Þú hefur þá ef til vill farið margoft í gegnum skilnað og veist að þú lifir það af í þetta skiptið líka. Eins getur þú ekki vænt þess að fá aðra niðurstöðu í ykkar mál ef þú gerir alltaf hið sama. 

Hins vegar ef þú eða maki þinn hafið bæði gert hluti sem skipta máli til að breyta hjá ykkur. Þið hafið farið í djúpa sjálfskoðun, verið heiðarleg við hvort annað og eruð tilbúin að leggja vinnu í að byggja upp nýtt samband frá grunni mælir Shapiro áfram með mjög sterkum mörkum og grundvallareglum. 

„Parið vill án efa að hlutirnir gangi öðruvísi en vanalega,“ segir hún. Kannski viltu að maki þinn sendi skilaboð áður en hann fer að sofa ef hann hefur verið lengi úti að skemmta sér með vinum sínum. Það er mikilvægt að fólk tjái sig og segi það sem liggur á hjarta. Að báðir séu á sömu blaðsíðunni, sér í lagi ef það er eitthvað að koma upp sem var ágreiningsmál áður.“ 

„Jafnvel þó að sannleikurinn sé óþægilegur eða geti sært skiptir það ekki máli. Heiðarleiki er grundvallaforsendan fyrir því að samband sé heilbrigt. Hins vegar verður maður einnig að kunna að sleppa tökunum á því sem er í fortíðinni þegar hún hefur verið gerð upp. Verið skýr, verið heiðarleg og síðan getið þið sleppt tökunum.“

Hér ber að nefna að sum sambönd sem snúast um andlegt ofbeldi, þar sem annar aðilinn er andlega eða fjárhagslega fastur, geta virkað sem haltu mér slepptu mér sambönd. Ef annar aðilinn er að stjórna hinum og er að vinna markvisst gegn því að hinn aðilinn komist út úr sambandinu horfir málið öðruvísi við.

Bjarkarhlíð

er dæmi um stað þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar til að komast út úr þannig samböndum.

mbl.is

Frumsýning á Matthildi

16:00 Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

12:55 Ragnar Gunnarsson einn af eigendum Brandenburg auglýsingastofunnar hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

11:00 „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

05:00 „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

04:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

Í gær, 21:30 Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

Í gær, 18:18 Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

í gær Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

í gær Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

í gær Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

í fyrradag Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

í fyrradag Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

17.3. Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

16.3. Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »