Ertu í haltu mér slepptu mér sambandi?

Fólk í haltu mér slepptu mér samböndum á góðar stundir ...
Fólk í haltu mér slepptu mér samböndum á góðar stundir inn á milli. En sambandið er vont fyrir báða aðilana nema þeir leiti sér aðstoðar samkvæmt rannsóknum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það þekkja allir í það minnsta eitt par sem er sífellt að byrja saman og hætta saman. Bustle vísar í rannsókn sem gerð var nýverið þar sem fram kemur að slíkt mynstur getur verið mjög skaðlegt fyrir fólk sem er fast í þessum vítahring að vera að halda og sleppa.

Það getur verið erfitt að horfa á vini sína fasta í svona samböndum, þar sem augljóst er fyrir utanaðkomandi aðila að sambandið mun ekki ganga upp þótt parið eigi erfitt með að sleppa tökunum og halda áfram með lífið.

Hver man ekki eftir Ross og Rachel í Friends? Samband þeirra var ljóslifandi dæmi um hverslags áskorun það er að vera í haltu mér slepptu mér sambandinu.

Vinir fólks á þessum stað upplifa einnig andlegar áskoranir, þegar þeir dragast inn í atburðarásina þegar allt er hræðilegt annars vegar og svo hins vegar að þurfa að setja upp grímuna þegar allt er orðið geggjað gott aftur. 

Kale Monk, aðstoðarprófessor við háskólann í Missouri, vann ásamt rannsakendum í að greina gögn um 500 manns í svona samböndum. Niðurstaðan úr þeirri athugun leiddi í ljós að því oftar sem fólk hættir og byrjar saman, þeim mun meiri streita og þunglyndi myndast hjá parinu. 

Monk segir að skilnaður þurfi ekki alltaf að vera neikvæður, þar sem fólk skilur út af alls konar ástæðum. Hlutir gerast og breytast hjá fólki og stundum getur fjarlægðin búið til súrefni á milli fólks svo það geti séð betur hvað fór úrskeiðis í sambandinu. Báðir aðilar geta tekið ábyrgð og breytt hjá sér og þannig farið saman inn í framtíðina. Hins vegar þegar fólk er stöðugt í þessu mynstri hefur það áhrif á andlega heilsu fólks að mati rannsakenda.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að fólk sem er fast í haltu mér slepptu mér sambandi þurfi að skoða hvað liggur að baki hjá sér. „Ef parið viðurkennir að þetta sé ákveðið mynstur geta einstaklingarnir gert vissar breytingar hjá sér, tekið ábyrgð og haldið áfram eða endað sambandið á heilbrigðan hátt.“

Anita Chlipala, fjölskylduráðgjafi og rithöfundur, segir að fólk fari aftur inn í eitruð sambönd út af nokkrum óheilbrigðum ástæðum. Kannski álykta einstaklingar sem svo að maki sinn hafi breyst. Ef til vill vilja þau ekki skemma það sem búið er að fjárfesta í tengt sambandinu. Kannski telja þau maka sinn hinn eina sanna, eða að sambandið hafi stundum verið gott.  Þau vilja ekki vera ein, eða ekki vera á markaðnum aftur.

Ef annar aðilinn eða báðir fara ekki í ráðgjöf, eða breyta hegðun sinni á marktækan hátt, ber fólki að varast að fara aftur í gömul sambönd sem hafa ekki virkað til þessa.

„Þú verður að skoða allt sambandið, ekki einungis góðu tímana. Ekki blekkja sjálfan þig með því að þó að einhver lofi öllu fögru geti sá hinn sami breyst án mikillar fyrirhafnar. Ef manneskjan á svona auðvelt með að breyta, af hverju hefur hún ekki gert það áður? Ef ekkert sérstakt liggur að baki loforðinu nema orðin fögur myndi ég halda mig frá því að fara í sambandið aftur.“

Hvernig þú bindur enda á mynstrið

Þegar þú elskar einhvern, eða þú ert tengdur einhverjum sterkum tilfinningarböndum, getur það verið auðveldara sagt en gert að enda sambandið. „Ef þú vilt að sambandið taki enda í eitt skiptið fyrir öll er nauðsynlegt að setja mörk,“ segir Melanie Shapiro félagsráðgjafi. Sem dæmi getur þú beðið manneskjuna sem þú varst í sambandi með að hringja ekki í þig, senda þér ekki skilaboð eða að hætta að fylgja þér á samfélagsmiðlum og gert hið sama fyrir hana. 

Þetta er alltaf erfitt, en minntu þig á að þú veist hvernig hlutirnir enda ef þið takið saman aftur. Þú hefur þá ef til vill farið margoft í gegnum skilnað og veist að þú lifir það af í þetta skiptið líka. Eins getur þú ekki vænt þess að fá aðra niðurstöðu í ykkar mál ef þú gerir alltaf hið sama. 

Hins vegar ef þú eða maki þinn hafið bæði gert hluti sem skipta máli til að breyta hjá ykkur. Þið hafið farið í djúpa sjálfskoðun, verið heiðarleg við hvort annað og eruð tilbúin að leggja vinnu í að byggja upp nýtt samband frá grunni mælir Shapiro áfram með mjög sterkum mörkum og grundvallareglum. 

„Parið vill án efa að hlutirnir gangi öðruvísi en vanalega,“ segir hún. Kannski viltu að maki þinn sendi skilaboð áður en hann fer að sofa ef hann hefur verið lengi úti að skemmta sér með vinum sínum. Það er mikilvægt að fólk tjái sig og segi það sem liggur á hjarta. Að báðir séu á sömu blaðsíðunni, sér í lagi ef það er eitthvað að koma upp sem var ágreiningsmál áður.“ 

„Jafnvel þó að sannleikurinn sé óþægilegur eða geti sært skiptir það ekki máli. Heiðarleiki er grundvallaforsendan fyrir því að samband sé heilbrigt. Hins vegar verður maður einnig að kunna að sleppa tökunum á því sem er í fortíðinni þegar hún hefur verið gerð upp. Verið skýr, verið heiðarleg og síðan getið þið sleppt tökunum.“

Hér ber að nefna að sum sambönd sem snúast um andlegt ofbeldi, þar sem annar aðilinn er andlega eða fjárhagslega fastur, geta virkað sem haltu mér slepptu mér sambönd. Ef annar aðilinn er að stjórna hinum og er að vinna markvisst gegn því að hinn aðilinn komist út úr sambandinu horfir málið öðruvísi við.

Bjarkarhlíð

er dæmi um stað þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar til að komast út úr þannig samböndum.

mbl.is

Fólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

Í gær, 21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

Í gær, 18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

Í gær, 15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

Í gær, 12:00 Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

Í gær, 09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í gær Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

í fyrradag Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í fyrradag „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í fyrradag Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í fyrradag Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

í fyrradag „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í fyrradag Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »