Er konan að brjóta á maka sínum?

Er þetta ekki eiginmaður konunnar sem var að reyna við …
Er þetta ekki eiginmaður konunnar sem var að reyna við þig um síðustu helgi? Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr lesandi hvort ekki séu ákveðnar reglur í okkar samfélagi þegar kemur að giftu fólki? 

Sæl.

Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu gifta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um gifta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þessvegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvers annars. Er þetta rétt? Eru ekki reglur í okkar samfélagi sem þetta fólk er að brjóta hér gegn mökum hvers annars?

Kv. X

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði …
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Hæ X.

Takk fyrir skemmtilega spurningu. Ég hefði viljað vita hver þú ert í þessu samhengi og af hverju þú spyrð. Ég er ánægð með að fá þessa spurningu af því mörk og markaleysi er vægast sagt áhugamál hjá mér í lífinu.

Ég ætla að gefa mér að þú sért að koma með þessa spurningu af því í kringum þig ríki ákveðið stjórnleysi og ef ég væri sammála þér og þú hefðir rétt fyrir þér, þá liði þér betur. En þannig virka þessi mál ekki. Þú færð ró og kyrrð í huga þinn ef þú ert með stíf innri mörk gagnvart málum sem þessum. Sama hvað aðrir segja.  

Ég er ekki sérfræðingur um lög og reglur samfélagsins þegar kemur að hjónaböndum, en ég er sérfræðingur í gerð samninga á milli hjóna til að hjónabandið geti vaxið og dafnað inn í framtíðina. 

Reynslan mín sýnir að hjónabönd eru alls konar. Lífið er ekki einfalt. En það er mikilvægt að í hverju hjónabandi sé gerður samningur. Hvað er gott, hvað ræktar sambandið, hvað er slæmt, hvað skemmir sambandið? Hvernig viljum við bregðast við ef utanaðkomandi aðili er að reyna við annað okkar? Hvað er framhjáhald samkvæmt okkar skilgreiningu? Að reyna við annan? Sofa hjá öðrum? Að horfa á klám? 

Ást er ákvörðun í mínum huga, sem þú setur í sambandið sem þú ert í daglega. Þú ræktar hjónaband með heiðarleika, kærleika, aðdáun og hrósi. Allt sem þú gerir yfir daginn sem skemmir sambandið þarf að skoða og finna leið til að fjarlægja svo hjónabandið fái svigrúm til að halda áfram að vaxa og dafna. Það ætti að vera auðvelt nema ef undirliggjandi ástæða fyrir hegðuninni er fíkn eða stjórnleysi.

Lífið væri einfalt og gott ef við gætum sammælst um ákveðna hluti og þannig héldust þeir til æviloka.

Góð hjónabönd að mínu mati eru hjónabönd þar sem fólk má vera mannlegt. Hlutir mega koma upp en þeir eru ræddir undir handleiðslu fagaðila og það er unnið úr þeim. Skýrar reglur ríkja í þannig hjónaböndum og vel úthugsaðir samningar. Utanaðkomandi aðilar hafa lítil sem engin áhrif á þannig hjónabönd. Þau eru það sem ég kalla heilög sambönd.

En til að svara spurningu þinni hvort þau eru að brjóta eingöngu á eigin mökum, eða einnig að brjóta á mökum hvort annars, þá finnst mér þau fyrst og fremst vera að brjóta á sjálfum sér. Ef maður er í hjónabandi og maður er ekki tilbúinn að vera í því af heilum hug, þá er eitthvað sem maður er ekki tilbúinn að taka ábyrgð á. Hver er ástæðan fyrir því? Siðferðislega er maður þá að brjóta á sér og öllum öðrum sem málið varðar. Börnum ef þau eru í spilinu líka.

Kær kveðja, Elínrós Líndal

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál