Sá eiginkonuna með elskhuga sínum

Maðurinn segist hafa séð konuna með elskhuga sínum.
Maðurinn segist hafa séð konuna með elskhuga sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég elti eiginkonu mína þegar hún sagðist þurfa að vinna auka næturvakt og sá hana hitta elskhuga í staðinn. Við eigum tvö börn sem ég elska mjög mikið og ég veit bara ekki hvað ég á að gera næst,“ skrifaði maður í vanda og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Ég er 62 ára og konan mín er 34 ára. Við hittumst þegar ég var að vinna í Austurlöndum fjær. Konan mín er frá Filippseyjum. Við giftum okkur og fluttum til Bretlands fyrir fimm árum. Við eignuðumst strák og allt var í himnalagi. En síðan hitti konan mín aðrar ungar konur frá heimalandi sínu og flestar voru að skilja eða fara frá mönnum sínum. Þær breyttu viðhorfi hennar til mín. Ég talaði við hana og við ákváðum að reyna að eignast annað barn. Hún eignaðist strák en þegar hann fæddist varð allt verra. Hún varð köld og sagði að hún vildi ekki stunda kynlíf aftur. Hún fór niður um tvær fatastærðir og fer mikið í ræktina. Ég var viss um að hún ætti elskhuga þá.

Konan mín er hjúkrunarfræðingur og sagðist þurfa að vinna aukavakt í hverri viku, en ég var tortrygginn og elti hana eitt kvöldið. Hún keyrði á bílastæði spítalans en fór þá inn í annan bíl. Hann fór fljótlega en ég sá að það var maður sem keyrði. Ég talaði við hana þegar hún kom heim en hún sagði þetta væri bara annar hjúkrunarfræðingur sem keyrði hana á réttan stað. Þetta er stór spítali en ég er ekki vitlaus. Hún er falleg kona. Ég veit að hún er að hitta einhvern annan. Hún er alltaf í símanum. Hún segist elska mig en sé ekki ástfangin af mér, að við séum gift á pappírum og hún færi ekki vegna barnanna.“

Ráðgjafinn skilur að manninum líði illa og eins og honum hafi verið hafnað en það hjálpi ekki hjónabandinu að vera í lögregluleik.

„Ef eiginkona þín hefur haldið fram hjá er hún ekki búin að vera að breyta rétt. En þú átt meiri möguleika á að bjarga sambandinu ef þú ert tilbúinn að deila ábyrgðinni á því hvernig komið er fyrir hjónabandinu. Segðu eiginkonu þinni að hún verði að velja núna og vera hreinskilin við þig, en spurðu hvað virki ekki fyrir hana og hverju þú getir breytt.“

Konan segist ekki vera ástfangin af manninum lengur.
Konan segist ekki vera ástfangin af manninum lengur. mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál