Sex mýtur um tvíkynhneigð

Sumir heillast bæði af körlum og konum.
Sumir heillast bæði af körlum og konum. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir standa í þeirri trú að tvíkynhneigð sé bara eitthvert millibilsástand. Sambands- og kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox fór yfir nokkrar algengar mýtur um tvíkynhneigð á vef Daily Mail

Tvíkynhneigðar konur eru bara að ganga í gegnum tímabil

Því er stundum haldið fram að konur segist vera tvíkynhneigðar af því það er í tísku eða þetta sé bara villt tímabil hjá þeim. Cox segir þetta eiga við frekar fáar konur og eru flestir hreinlega tvíkynhneigðir sem segjast vera tvíkynhneigðir. Í rannsókn sem gerð var á tíu ára tímabili á tvíkynhneigðu fólki voru aðeins átta prósent sem höfðu skipt um skoðun í lok rannsóknarinnar. 

Allir tvíkynhneigðir menn eru hræddir samkynhneigðir menn

Tvíkynhneigðir karlmenn eru frekar stimplaðir sem samkynhneigðir en tvíkynhneigðar konur. Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að sumum samkynhneigðum mönnum finnist auðveldara eða byrji á að skilgreina sig sem tvíkynhneigða á það alls ekki við um alla. 

Lauslæti fylgir tvíkynhneigð

Tvíkynhneigt fólk laðast ekki að öllum þó svo að það laðist að bæði konum og körlum. 

Líklegri til þess að halda fram hjá

Cox tekur skýrt fram að það sé ekkert samhengi á milli þess að laðast að bæði konum og körlum og hversu trú manneskja er maka sínum. 

Vilja fara í trekant

Cox segir að þetta sé yfirleitt eitthvað sem karlar hugsi um tvíkynhneigðar konur. Staðreyndin er hins vegar sú að það er til alls konar fólk sem kann að meta trekant sama hvaða kynjum það heillast af. 

Tvíkynhneigt fólk „lagast“ þegar það finnur rétta makann

Fólk heldur áfram að skilgreina sig sem tvíkynhneigt þó að það giftist hinu kyninu eða sama kyninu. Cox líkir þessu við hárlit, þó að einhver giftist ljóshærðri manneskju þýðir það ekki að hann laðist ekki að dökkhærðri manneskju. 

Tvíkynhneigð er ekki bara eitthvert millibilsástand.
Tvíkynhneigð er ekki bara eitthvert millibilsástand. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál