Aldrei fengið fullnægingu

Konan kvíðir kynlífinu með kærasta sínum.
Konan kvíðir kynlífinu með kærasta sínum. mbl.is/Getty Images

„Ég er 24 ára hrein mey. Ég hef stundað sjálfsfróun með því að örva snípinn síðan ég var unglingur og hef aldrei fengið „alvöru“ fullnægingu (ég hef lesið á netinu um minni fullnægingar með snípsörvun og það líkist því sem ég hef upplifað). Jafnvel þó að það vanti ekki neistann á milli mín og kærasta míns og jafnvel þó að ég njóti alls þess sem hann gerir verð ég aldrei alveg æst. Þetta verður til þess að kærasti minn getur ekki farið inn í mig þegar við stundum kynlíf. Ég get með besta móti komið fyrir einum fingri. Ég hef reynt að nota túrtappa en kem bara einum tíunda af honum inn. Út af þessu verð ég kvíðin í hvert skipti sem við reynum að stunda kynlíf af því ég veit að það er ómögulegt fyrir hann að fara inn í mig og ég missi áhugann. Er þetta eðlilegt miðað við hversu óvirk ég hef verið eða er ástæða til að tala við kvensjúkdómalækni?“ skrifar óörugg kona og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn segir konunni að sumar konur séu með þykkara meyjarhaft og hún geti prófað að fara til kvensjúkdómalæknis. Það gæti verið betra en að glíma við hræðslu og óþægindi á meðan hún reyni að stunda samfarir. 

„Það er kominn tími til að þú byrjir að stunda kynlíf án svona mikils kvíða. Þú býrð greinilega yfir mikilli löngun, en það er ekki auðvelt að upplifa frábæra fullnægingu þegar bara tilhugsunin um samfarir veldur þér kvíða og tilraunir til þess valda þér verkjum og vonbrigðum. Það sem er mikilvægast er að þú kennir maka þínum hvernig hann getur veitt þér ánægju með því að koma við snípinn, þetta gæti verið besta leiðin að fullnægingu núna og í framtíðinni.“

Konan er með áhyggjur af kynlífinu.
Konan er með áhyggjur af kynlífinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál