Óhuggandi eftir sambandsslitin

Íslensk kona er óhuggandi eftir að kærasti hennar hætti með ...
Íslensk kona er óhuggandi eftir að kærasti hennar hætti með henni. mbl.is/Thinkstock

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem nær varla að draga andann fyrir árstarsorg og langar bara til að vera full. 

Hæ!

Kærasti minn hætti með mér um daginn og síðan þá eða í um tvo mánuði hef ég varla getað dregið andann fyrir ástarsorg. Ég veit samt að sambandið var ekkert upp á marga fiska, það var í raun ömurlegt. En ég kemst ekki út úr ástarsorginni. Ég er búin að reyna að hressa mig við en ekkert gengur. Ég upplifi bara svartnætti og langar í raun bara að vera full heima hjá mér. Ég veit að það er engin lausn að drekka bara út í eitt en eins og staðan er núna er það eina lausnin mín. Hvað leggur þú til?

Kveðja, SS

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn SS og takk fyrir þessa fyrirspurn.

Það er spurning hvort eigi betur við að segja að mér þyki það leitt að kærasti þinn hafi hætt með þér um daginn, eða að óska þér til hamingju með það þar sem sambandið hafi í raun verið ömurlegt, eins og þú segir. Ég ætla að halda mig við síðari hlutann og óska þér til hamingju því auðvitað er ekki gott að vera í ömurlegu sambandi og stundum er best að horfast í augu við að það er ekki alltaf sem fólki er ætlað að vera saman.

Tilfinningarnar sem þú ert að tala um eru mjög lýsandi fyrir ástand sem kalla mætti ástarþrá eða ástarfíkn (e. love addiction) og eru með því allra erfiðasta sem fólk fer í gegnum tilfinningalega. Þessar tilfinningar tengjast oftast skorti á góðri sjálfsmynd og sjálfstrausti sem veldur því að við verðum mismikið háð öðru fólki. Mörgum sem eiga við þetta vandamál að stríða (og það eru fjölmargir) finnst eins og þeir séu ekki heilir nema ef þeir eigi maka og eru gjarnan að fókusera mikið á að sambandið næri sig tilfinningalega. Þetta er klassísk útgáfa af því sem við heyrum stöðugt í textum um ástina, það er að segja að aðrir geri okkur heil eða fullkomni okkur.

Þegar við upplifum lífið þannig að við séum ekki sjálfum okkur næg og þurfum í raun á öðrum að halda til að líða vel þá erum við í leiðinni að segja að við séum háð öðrum til þess að við getum verið hamingjusöm. Það er aldrei gott að vera háður öðru fólki. Þegar svo þessir einstaklingar sem við „þurfum“ á að halda til að gera okkur heil, ákveða að fara úr lífinu okkar þá skellur á okkur þessi sára tilfinning sem þú ert að upplifa. Þetta er oftast einhvers konar blanda af mörgum tilfinningum svo sem tómleika, kvíða, sorg, einmanaleika og reiði svo eitthvað sé nefnt. Þetta er það sem í daglegu tali er kallað höfnun, tilfinningin um að vera yfirgefin.

Þessar tilfinningar verða stundum svo sárar og hugsanirnar svo þrálátar að okkur finnst við verða að deyfa þær með einhverjum hætti, til dæmis áfengisdrykkju. Það er rétt hjá þér að sú aðferð hjálpar ekki og í reynd mun það bara gera ástandið verra með tímanum. Án þess að fara dýpra í orsakir þess að þessar vondu tilfinningar koma svona sterkt upp hjá okkur þrátt fyrir að við séum fullorðin langar mig að benda þér á leiðir til að vinna úr þessari stöðu.

Ég mæli eindregið með því að þú fjárfestir í tíma hjá ráðgjafa sem getur aðstoðað þig með tilfinningalega úrvinnslu og að vinna í því að styrkja sjálfstraustið þitt. Eins vil ég nefna nokkrar leiðir sem virka vel og kosta ekki neitt. Ein aðferð er að nýta hugleiðslu sem þú getur til dæmis fundið á YouTube. Eins mæli ég með hugleiðslu-appi sem aðstoðar þig við að vinna gegn kvíða og vanlíðan. Eitt þeirra heitir Insight Timer og inniheldur gríðarlegt magn af hugleiðslum og fræðslu í tengslum við kvíða, ótta, söknuð og fleira. Eitt af því sem einfaldast er að gera og virkar ótrúlega vel er að fara út í náttúruna, fara í göngutúra, kíkja í sund eða fara jafnvel á æfingu ef þú getur.

Öll hreyfing er góð og það að fara út úr húsi í ferskt loft er merkilega heilandi, þó ekki sé nema 20 mínútna göngutúr. Hollt mataræði og góðar svefnvenjur styðja líka við betri líðan. Eins mæli ég með því að þú talir við annað fólk, heyrir í vinum og/eða fjölskyldu þinni ef það er hægt og fáir þannig farveg til að tala um hvernig þér líður, dreifa huganum og finnir að þú átt fólk að sem þykir vænt um þig og þú ert ekki ein. Að lokum mæli ég með því að þú segir við sjálfa þig oft á dag eftirfarandi setningu: Ég er nóg, ég skipti máli og ég má gera mistök.

Gangi þér vel að vinna úr þessu máli, ég hef fulla trú á þér.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

mbl.is

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

14:00 Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

10:00 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

05:00 Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

Í gær, 22:00 Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

Í gær, 19:13 Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

Í gær, 18:00 Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

í gær Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

í gær Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

í gær Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

í fyrradag Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

í fyrradag Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

í fyrradag Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

16.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

16.6. Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

16.6. Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

16.6. Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

15.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

15.6. Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

15.6. Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

15.6. „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

15.6. Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »