Sambönd og samskipti

Valdimar Svavarsson ráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands um sambönd og samskipti

Sambönd og samskipti
Sendu spurningu

Ferðir strætó falla niður

11.1. Strætóferðir falla niður vegna stormsins í dag. Ferðir á milli Mjóddar og Selfoss munu liggja niðri á milli kl. 15 og 19/20 en þá verður tekin staðan á færð. Meira »

Persónuleg stefnumótun fyrir 2018

9.1. Eitt sinn sagði mér góður maður, sem hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að setja sér krefjandi markmið og farið öfganna á milli við að reyna að ná þeim, að nú væri svo komið að hans eina markmið væri að setja sér ekki markmið. Upplifun hans var sú að þrátt fyrir að sum markmið næðust en önnur ekki, þá væri álagið, öfgarnar, streitan og skapgerðarsveiflur sem fylgdu markmiðasetningunni, of dýrkeypt. Meira »

Makinn er fastur í kláminu

22.11. „Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig,“ segir íslensk kona. Meira »

Óþolandi maki – hvað er til ráða?

27.9. „Hvað er til ráða þegar samband er ekki að gera sig eftir 14 ár og annar aðilinn sér bara alls ekki að það se neitt athugavert við hans hegðun sama hversu oft er búið að ræða málin.“ Meira »

Hjónabandið er komið í þrot

29.8. „Ég er gift og á þrjú börn með eiginmanni mínum. Einu sinni vorum við óskaplega ástfangin en sú tíð virðist vera löngu liðin. Við höfum varla sofið saman í sex ár og hann er alveg hættur að reyna við mig og reyna að fá mig til við sig. Sambandið er allt annað en kærleiksríkt.“ Meira »

„Hössler“ í yfirþyngd leitar að konu

18.7. Íslenskur karlmaður sem er hreinn sveinn leitaði ráða hjá Valdimari hjá Lausninni en hann segist vilja verða úthverfamaður með konu og nokkur börn. Meira »

Kulnun í sambandi – hvað er til ráða?

24.6. „Hrifning og ást okkar á milli hefur ávallt verið frekar auðveld en hefur farið minnkandi undanfarin ár, sérstaklega eftir barneignir líkt og algengt er. Undanfarið hefur áhugi minn þó farið meira út á við og ég finn þörfina til að tala við aðra karlmenn og fara meira út á lífið með vinkonum mínum.“ Meira »

Mamma er að sturlast úr stjórnsemi

10.6. „Mamma vill ráða öllu. Og þegar ég segi ráða öllu þá meina ég bókstaflega öllu. Hún vill stjórna því hvar ég kaupi í matinn, hvar ég starfa, hjá hverjum ég sef og hvernig ég el upp börnin mín. Er ekki einfaldasta leiðin bara að hætta að tala við hana?“ Meira »

„Einmanaleikinn er að buga mig“

26.5. Íslenskur maður um þrítugt berst við mikla höfnun sem kallar á mikinn einmanaleika. Hvað er til ráða?   Meira »

Misheppnaður og kominn á Tinder

15.5. „Ég er nýskilinn og misheppnaður að eigin mati. Búnn að fara svolítið langt niður eftir að ég skildi. Hjónabandið fór í vaskinn því ég var sinnulaus og áhugalaus um allt. Nú er svo komið að ég er fluttur út. Miðað við aldur og fyrri störf hélt ég mögulega að um mig yrði slegist þegar ég kæmi út á markaðinn, en það virðist ekki alveg vera raunin.“ Meira »

Sonurinn er stjórnlaus alkóhólisti

11.1. Íslensk kona hefur áhyggjur af áfengisneyslu sonar síns sem fer sívaxandi. „Hann hefur einu sinni farið í meðferð en líkaði illa, fannst erfitt að kynnast þeim „heimi“ sem honum mætti þar. Nú drekkur hann daglega.“ Meira »

Hafa geðlyfin áhrifin á kynlífið?

25.12. „Ég er að velta fyrir mér hvert ég á að snúa mér varðandi samband mín og kærastans. Við erum bara búin að vera saman í tæpt hálft ár en elskum hvort annað ofurheitt. Nýlega fór hins vegar að bera á ristruflunum hjá honum og við getum ekki rætt málin.“ Meira »

Sambandið í rúst eftir læknamistök

15.11. Íslensk kona leitar ráða hjá Valdimari Þór Svavarssyni en eftir að hafa lent í læknamistökum virðist samband hennar til sex ára vera að molna í sundur. Hvað er til ráða? Meira »

40 ára íslensk kona vill komast í samband

26.9. „Ég er 40 ára og kem úr alkafjölskyldu sem hefur gert það að verkum að ég er lokuð þegar kemur að samskiptum við annað fólk - erfið æska. Í dag er ég einhleyp, barnlaus, með tvær kisur og er rosalega einmana,“ segir íslensk kona sem langar í mann. Meira »

Kærastinn á erfitt með að fá fullnægingu

21.7. „Þegar við erum saman í rúminu hefur hann enga sérstaka löngun í venjulegar samfarir. Besta leiðin fyrir hann virðist vera að fróa sér sjálfur. Þannig eru meiri líkur á fullnægingu hjá honum og sáðláti.“ Meira »

„Hann hefur ekki viljað giftast“

1.7. Íslensk kona veit ekki alveg í hvorn fótinn hún á að stíga en maki hennar vill ekki giftast henni eftir 15 ára samband. Hún leitaði til Valdimars Þórs Svavarssonar. Meira »

Upplifði ekki að mamma elskaði mig

23.6. „Ég skammast mín dálítið fyrir þessar tilfinningar og finnst ég vera vond, ég veit ekki til þess að ég eigi eitthvað sökótt við hana mömmu, hún var ágætiskona, barngóð og ég hef í raun ekkert út á hana að setja þannig nema ég hefði viljað finna meira fyrir því að hún elskaði mig. Ég veit hún gerði það en ég upplifði það samt ekkert sérlega sterkt.“ Meira »

Að skilja eða ekki eftir framhjáhald

2.6. „Heldur þú að hægt sé að fyrirgefa framhjáhald? Þannig er mál með vexti að ég var að komast að því að eiginmaður minn til 10 ára hafi haldið nokkrum sinnum fram hjá mér. Ég játa alveg að ég hef oft grunað hann um slíka hegðun en þegar ég hef gengið á hann hefur hann aldrei viðurkennt neitt.“ Meira »

Kókaín-neyslan bættist við drykkjuna

16.5. Íslensk kona leitar ráða hjá Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa vegna eiginmannsins sem er í mikilli neyslu.   Meira »

Kærastinn fær það ekki – hvað er til ráða?

5.4. „Ég er ung kona í smá vandræðum. Ég var tiltölulega nýlega að byrja með manni. Kynlífið okkar byrjaði vel og allt var voðalega spennandi, en eftir að fyrsta spennan dofnaði hætti hann að fá það, eða í raun fékk hann það sjaldan en það truflaði okkur ekkert því að við fengum bæði útrás.“ Meira »

Seinustu pistlar – Valdimar Þór Svavarsson

Persónuleg stefnumótun

Valdimar Þór Svavarsson
Í upphafi hvers árs fer af stað umræðan um áramótaheit og markmið fyrir komandi ár. Margir láta hugann reika, sjá fyrir sér hvað þeim langar að gera og upplifa vellíðan við tilhugsunina eina. Mjög gjarnan tengjast þessi markmið einhverju líkamlegu, að
Meira

Í kjölfar framhjáhalds - 6 algeng vandamál við endurreisn sambands

Valdimar Þór Svavarsson
Framhjáhald er verknaður sem allir í parasamböndum og hjónaböndum vonast til að þurfa ekki að takast á við. Það er engu að síður dapur fylgifiskur lífsins og rúmlega tveir af hverjum tíu aðilum heldur framhjá einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta
Meira

Er sambandið innihaldslaust?

Valdimar Þór Svavarsson
„Við erum bara orðin eins og systkini“ er setning sem stundum heyrist hjá pörum sem hafa verið saman í einhvern tíma og þykir lítid um að vera í sambandinu. Eins og gerist og gengur þá er oftast nóg um að vera hjá okkur flestum, vinna,
Meira

Finnst þér þú minna virði?

Valdimar Þór Svavarsson
Hugtakið meðvirkni er notað yfir breytingu sem á sér stað við vanvirkar uppeldisaðstæður. Þegar ákveðnum grunneiginleikum okkar er ekki sinnt á virkan hátt þegar við erum börn, þá verður til skekkja sem leiðir til meðvirkni. Þegar talað er um
Meira

Eru áfengis- eða vímuefnavandamál í þinni fjölskyldu?

Valdimar Þór Svavarsson
Það er fátt sem reynist erfiðara viðureignar en vandamál tengd áfengis- og vímuefnanotkun, það þekkja þeir sem reynt hafa. Skiptir þá engu máli hvort um er að ræða einstakling sem á í erfiðleikum með að stjórna neyslu sinni eða þeim sem standa honum
Meira

Talar þú niður til þín?

Valdimar Þór Svavarsson
„Ég er ógeðsleg“, „Ég get þetta ekki“, Ég geri aldrei neitt rétt“, „Ég er feitur“, „Ég er svo heimsk“, „Það vill enginn heyra það sem ég hef að segja“, „Ég get ekki lært“,
Meira

Burðast þú með kynferðislega skömm?

Valdimar Þór Svavarsson
Orðatiltækið „að skila skömminni“ er vel þekkt þegar rætt er um kynferðislega misnotkun af einhverju tagi. Þegar nánar er að gáð er heilmikil þýðing bakvið þetta orðatiltæki. Í raun og veru er það þannig að þegar kynferðisofbeldi á sér stað
Meira

Frá draumaprins í drullusokk

Valdimar Þór Svavarsson
Ég hef ítrekað heyrt frásagnir fólks sem er í vandræðum í samskiptum við makann sinn og lýsingin er gjarnan á þá leið að makinn hafi umbreyst frá því að vera hinn fullkomni maður eða kona yfir í að verða fjarlægur, tilfinningalega lokaður og í sumum
Meira

Hvað getur þú gert?

Valdimar Þór Svavarsson
Það er í raun ótrúlegt hvað maðurinn getur gert og enn ótrúlegra hvað hugurinn getur haft mikil áhrif á það hvað við gerum, eða gerum ekki. Það er til góð tilvitnun frá Henry Ford sem sagði, „Whether you think you can, or you think you
Meira
Meira píla