Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem veltir því fyrir sér hvort hún sé með ástarþrá? 

Sæll Valdimar.

Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti. Hélt að hún væri kannski dáin og hann væri svona duglegur, einn með börnin. Mér gekk illa að hrista hann af mér jafnvel eftir að hann sagði mér frá því að hann ætti kærustu. Ég varð svo ótrúlega hrifin svo fljótt. Var eiginlega alveg í skýjunum. Svo hlustaði ég á hann segja mér alla sína sorgarsögu. Sambandið hans var erfitt. Búið að vera erfitt lengi. Mér fannst það ekki koma mér við og bað hann um að hætta að tala um sambandið sitt við mig. Okkar samskipti ílengdust. Við höfum þekkst í tæpa 8 mánuði. Hann sagðist elska mig. Allan þann tíma var hann enn þá með kærustunni sinni í bilaða sambandinu. Samkvæmt honum sofa þau ekki saman lengur og eru bara sambýlingar. Hann gat ekki bara hoppað burt frá skyldum sínum. Það á ég að skilja. Hversu lengi á ég að skilja? Hversu miklar líkur eru á því að hann muni halda fram hjá mér líka? Og hversu miklar líkur eru á því að hann muni nokkurn tíma fara úr sínu sambandi?

Ég er ekki búin að vera í samskiptum við hann í nokkrar vikur og er að reyna að slíta mig í burtu. Allir sem ég hef talað við hafa sagt mér að hætta þessu en það er fáránlega erfitt. Ég legg það alls ekki í vana minn að vera með lofuðum mönnum en hann náði bara einhverju taki á mér. Er þetta merki um slæma sjálfsvirðingu? Hvernig greinir maður ást frá þráhyggju? Ég er búin að greina hann með persónuleikaröskun (ansi narsissískur og mögulega sósíópati). Fyrir utan allt þetta þá er hann kynlífsfíkill. Frábær tilvonandi maki! Ég gæti ekki treyst honum en mér líður bara eins og ég gæti samt horft fram hjá öllu þessu. Eða breytt honum. Sjitt, hvað þetta er mikil klisja eitthvað.

Er ást, alvöruást, bara algjör blinda? Ég tel mig vera frekar klára konu. Eru það bara konur með lága sjálfsvirðingu sem falla fyrir svona svikulum gaurum?

Kveðja, K

Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Góðan daginn og takk fyrir þessar áhugaverðu spurningar.

Þú nefnir lága sjálfsvirðingu og vissulega má færa rök fyrir því að hún valdi því að við upplifum okkur háð öðru fólki, sem er hluti af ástarþrá (e. Love addiction). Auk þess mætti ræða það hvort það er góð sjálfsvirðing að tengjast fólki á mjög náinn máta, áður en við kynnumst því nægilega vel, til dæmis til að vita hvort þau er í öðru sambandi. Hafandi sagt þetta þá vil ég hrósa þér fyrir að setja mörk. Það er mikilvægt að vera raunsær í lífinu og það á líka við um sambönd. Þú virðist tilbúin að líta á merkin sem þú nefnir sem ættu að blikka öllum viðvörunarljósum. Óheiðarleiki, vantraust, kynlífsfíkn, narsismi og möguleg persónuleikaröskun eru allt atriði sem við myndum virkilega skoða áður en við færum að fjárfesta meira í sambandi við slíkan einstakling. Þá er ég alls ekki að leggja dóm á viðkomandi og veit auðvitað ekkert um það hvort eitthvað af þessu er rétt. Þetta er engu að síður þín upplifun og þá er mikilvægt að þú hlustir á það og berir  virðingu fyrir sjálfri þér til þess að setja heilbrigð mörk.

Spennan sem myndast gjarnan í upphafi sambanda getur orðið mjög mikil og það á ekki síst við um sambönd við einstaklinga sem eru í einhvers konar ójafnvægi. Spennan í kringum óheiðarleikann getur magnað upp tilfinningar sem við ruglum stundum saman við ást. Það virðist líka vera að þessi aðili viti hvernig á að viðhalda spennunni og áhuganum miðað við það sem þú segir. Fyrst er verið að leyna þig hlutum og áður en þú veist ertu orðin þátttakandi í óheiðarleika (framhjáhaldi). Hann viðheldur óheiðarleikanum og leyndarmálinu með því að halda sambandinu áfram og segja þér trúnaðarmál úr sínu eigin sambandi, til dæmis að þau sofi ekki saman (þetta er orðið ykkar leyndarmál = sameiginlegt traust). Síðan segir hann þér sorgarsögu sína (búa til meðaumkun og ýta undir þörf þína til að „bjarga“ eða breyta viðkomandi) og til að rugla þig enn meira í ríminu segist hann elska þig, þó hann sé í raun ekki tilbúinn að vera með þér. Ekkert af þessu skiptir þó í raun máli, það er að segja, hvað hann segir eða gerir. Það eina sem skiptir máli er hvað þú ætlar að gera í þessu. Þú nefnir sjálf að þú óttist að þú gætir litið fram hjá öllum viðvörunarljósunum. Til þess að forðast algeng mistök þá er okkur öllum hollt að fá lánaða dómgreind, tala við einhvern sem sér málin án persónulegra tenginga og getur sagt okkur hvað viðkomandi sér. Ég mæli því með því að þú haldir áfram að fá lánaða dómgreind gagnvart þessu máli og vertu góð við þig. Það er ekkert óalgengt né óeðlilegt að finna svona sterkar tilfinningar í svona málum og skiljanlega erfitt að losa sig frá þeim. Það gerist þó með tímanum og byggist á því að setja skýr mörk og vera ekki bjóða sér upp á að „smakka“ öðru hverju á því sem kveikir á stjórnlausri löngun.

Gangi þér allt í haginn!

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

21:00 Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

18:00 Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

14:00 Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

10:00 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

05:00 Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í gær Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

í gær Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

í gær Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

í gær Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

í gær „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »