Ógnarstór limurinn til vandræða

Samfarir eru ekki lykillinn að góðu kynlífi.
Samfarir eru ekki lykillinn að góðu kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður í pistli sem birtist á vef The Guardian. Þvert á það sem einhverjir myndu halda segist hann ekki geta gortað sig af ógnarstórum lim sínum þótt aðeins eitt prósent karlmanna séu með jafnstórt typpi. Stærðin hefur nefnilega áhrif á kynlíf hans en það er ekki auðvelt fyrir hann að hafa samfarir. 

„Þegar konan mín sá mig fyrst nakinn varð hún hrædd við að stunda samfarir, og það tók okkur nokkurra mánaða æfingu áður en það gekk að hluta til. Við höfum verið saman í næstum því fimm ár og ég get talið á fingrum annarrar handar skiptin sem við höfum náð að stunda fullar samfarir,“ skrifar maðurinn meðal annars. 

„Við gefumst ekki upp þar sem okkur finnst þetta mikilvægur þáttur í því að vera náin, en það krefst þolinmæði og erfiðis. Konan mín þarf að fá fullnægingu og notar tvo titrara í mismunandi stærðum áður en hún er andlega og líkamlega tilbúin til að fá mig inn í sig.“

Maðurinn bendir að þau hjónin eigi mjög gott kynlíf og að kynlíf snúist um svo miklu meira en bara samfarir. Þau kyssast og veita hvort öðru unun með höndum og munnlega. Hann segir að samfarir séu alls ekki lykillinn að góðu kynlífi. 

Maðurinn segist vera með óvenjulega stórt typpi.
Maðurinn segist vera með óvenjulega stórt typpi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál