Framhjáhaldið hætt að vilja hann

Maðurinn hefur verið að halda fram hjá sambýliskonu sinni með …
Maðurinn hefur verið að halda fram hjá sambýliskonu sinni með yngri konu. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég hef átt í yndislegu framhjáhaldi með konu sem er helmingi yngri en ég og það hefur smám saman breyst í ást. Ég sagði henni að ég vildi eyða öllum kvöldum vikunnar með henni en hún virðist hafa efasemdir um framtíðina. Ég er á fimmtugsaldri og hún er 21 árs. Ég kynntist henni í vinnunni og frá upphafi leit hún út eins og kona drauma minna. Ég varð að reyna eða ég myndi sjá eftir því allt mitt líf. Til þess að þessi kona gæfi mér tækifæri, reyndi ég allt. Til að byrja með spilaði hún sig erfiða en ég gafst ekki upp og að lokum tókst mér að sannfæra hana,“ skrifað ástfanginn maður og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

„Ég fór með hana út að borða og svo fórum við heim til hennar. Kynlífið var frábært en ég verð að hrósa sjálfum mér fyrir að hafa verið hreinskilinn frá upphafi. Ég sagði henni að ég byggi með annarri konu og við hefðum verið saman í sex ár. Ég útskýrði að konan mín hefði misst áhugann á kynlífi fyrir löngu og að hún ætti sjö ára gamla dóttur sem elskaði mig eins og ég væri faðir hennar. 

Þessi kona og ég smullum saman, þú myndir ekki trúa því. Við urðum nánari og nánari og féllum fyrir hvort öðru. Trúðu mér, þetta var ekki einhliða. Konan mín komst að þessu og við hættum í stutta stund. En tengslin voru of sterk og við byrjuðum allt aftur. Ég held að konan mín hafi haldið að ég hafi verið henni trúr eftir það. 

Ég sagði ástkonu minni að ég hefði gert upp hug minn og hún væri sú sem ég vildi vera með. Ég hélt að hún myndi verða hæstánægð en þá breyttist hún allt í einu. Nú er eins og hún sé niðurdregin og viti ekki hvað hún vilji. Hún segist þurfa rými og ég er að reyna mitt besta. En það er erfitt fyrir mig að vera fjarri stúlkunni sem ég elska.“ 

mbl.is/Thinkstockphotos

Rágjafinn segir þetta líklega erfitt en þetta hljómi eins og að sambandið snúist um hann og hans þarfir. Þetta sé ekki alvöru ást. 

„Þú ert ekki að hugsa hvort þú ert sá rétti fyrir hana á þeim aldri sem hún er á eða hvort þetta sé rétt fyrir konuna sem þú býrð með núna eða dótturina sem lítur á þig sem föður sinn. 

Ástkona þín hefur beðið um rými og mögulega hefur hún áttað sig á að þið eruð á sitthvorum staðnum á lífinu og þú vilt aðra hluti. Hún er að draga sig út úr þessu þegar þú lítur út eins og þú gætir farið frá maka þínum. 

Ef þú heldur áfram svona gætir þú endað einn. Taktu eitt skref aftur og hugsaðu um af hverju þú elskaðir eitt sinn konu þín en ert svona viljugur til að gleyma því. Er þetta hegðunarmynstur hjá þér? Hugsaðu um hvernig lífið var þegar þú varst yngri. Var faðir þinn til staðar eða fór hann frá móður þinni?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál