Gerðu sturtukynlífið betra

Kynlíf í sturtunni ætti að vera einfalt.
Kynlíf í sturtunni ætti að vera einfalt. mbl.is/thinkstockphotos

Kynlíf í sturtunni lítur oft betur út í bíómyndum en í raunveruleikanum. Það er þó hægt að gera sturtukynlífið betra og hættulausara með nokkrum einföldum ráðum. Men's Health fékk ráð frá nokkrum mönnum sem vita eitt og annað um sturtukynlíf. 

Notaðu bekk

Ef það er bekkur í sturtunni eða eitthvað örlítið stöðugra en sleipur sturtubotninn ætti fólk hiklaust að nýta sér það til að halda jafnvægi. Bekkurinn býður auk þess upp á fjölbreyttari stellingar. 

Notaðu kynlífsleikföng

Einn reyndur maður segir það gera sturtukynlífið betra að nota unaðstæki ástarlífsins í sturtunni. Gott er að hafa tækin vatnsheld. Tekur hann fram að einnig sé hægt nota sturtuhausinn.

Ekki reyna of flóknar stellingar

Sturtan er ekki rétti staðurinn til þess að prófa sig áfram með flóknar stellingar. Þótt stellingarnar virki í svefnherberginu geta þær verið hættulegar í sturtunni. Hætta er á að fólk renni til í sturtunni. 

Taktu allt inn

Einn maður bendir ekki bara á að sturtukynlíf sé kynþokkafullt heldur gefi það nýja sýn á líkamana. Hann hvetur fólk til þess að taka allt inn sem eigi sér stað. 

Sturtukynlíf á blæðingum

Ef fólk vill stunda kynlíf þegar kona er á blæðingum mælir einn maður með að stunda það í sturtunni. Segir hann blóðið til að mynda ekki fara út um allt. 

Gott er að fara varlega þegar kynlíf er stundað í …
Gott er að fara varlega þegar kynlíf er stundað í sturtu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is