Dreymir blauta drauma um föður og bræður

Konunni dreymir blauta drauma um fjölskylduna.
Konunni dreymir blauta drauma um fjölskylduna. mbl.is/Thinkstockphotos

„Mig hefur dreymt sama drauminn um föður minn og jafnvel bræður mína. Þeir eru kynferðislegir og í þeim virðist öllum sama. Þegar ég vakna er ég frekar óróleg og mér býður við mér vegna draumanna. Draumarnir eru nokkuð skýrir og oft trúi ég að þeir séu raunverulegir þangað til ég vakna. Bara í gær dreymdi mig kynferðislegan draum um föður minn. Ég spurði hann í sífellu til einskis hvort við gætum bara verið eins og áður en þetta byrjaði, hann svaraði ekki. Mig langar að þessir draumar hætti, svo ef þú getur hjálpað mér væri ég þakklát,“ skrifaði kona með óþægilega drauma og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn segir konunni að slaka á og minnir hana á að draumar fólks eru sjaldan allir þar sem þeir eru séðir. Fólk dreymi oft fólk sem það þekkir en það leikur ekki sjálft sig í draumunum. 

„Spurðu þig frekar: „Ef faðir minn eða bróðir standa fyrir hluta af mér, hvaða hluti væri það?“ Ef til dæmis hann stendur fyrir elskulegheit og vinfengi þá er draumurinn kannski um að langa til að upplifa þessa eiginleika mögulega hjá maka. Þetta eru áhugaverðir draumar og það er þess virði að ráða þá. Hafðu dagbók við rúmið og skrifaðu þá niður í smáatriðum um leið og þú vaknar. Ekki treysta á almenn tákn til þess að túlka þar sem allar manneskjur hafa einstakar tengingar. Það er hægt að ráða drauma á marga vegu og góð draumaráðningarmanneskja gæti hjálpað þér við það.“

Konunni býður við draumunum.
Konunni býður við draumunum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál