Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

Er konan sem þú hefur búið með undanfarin ár ókunnug …
Er konan sem þú hefur búið með undanfarin ár ókunnug þér? Þá gæti verið kominn tími til að leggja frá sér símann. mbl.is/Thinkstockphotos

Samkvæmt The Guardian gæti síminn verið að hafa neikvæð áhrif á sambandið. Sem er kannski ekki svo skrítið. Makinn er alltaf sá sami og fer ekki fet á meðan síminn er stútfullur af spennandi efni. Samkvæmt nýlegri könnun kemur fram að þriðjungur þeirra sem eru í sambandi finnst þeir ekki fá verðskuldaða athygli vegna símans. 

Ef þú ert í vafa um hvort síminn sé að hafa þessi áhrif í kringum þig ættir þú að skoða eftirfarandi. 

Hvernig eru kvöldin?

Ef kvöldin eru þannig að þú og maki þinn sitjið hvort í sínum enda sófans og starið á símann ykkar, þreytt og stöðugt að ýta á endurhlaða-takkann á Instagram gætir þú verið í vandræðum. Settu símann niður og reyndu að tengjast maka þínum. 

Hvað er að gerast í sjónvarpinu?

Þú hefur ekki hugmynd, ekki satt? Kannski hefurðu hugmynd en það er vegna þess að þú ert að lesa um það á Wikipedia í símanum. Það er í fínu lagi stundum, en reyndu að gera þetta ekki að vana. Það er eðlilegt að detta í símann ef þú ert alltaf með bara eina manneskju í kringum þig og þú ert komin/nn með leið á henni/honum, en að flýja skjá fyrir annan skjá gæti verið meira vandamál. 

Hvað var makinn að segja?

Þú heyrðir að maki þinn var að segja eitthvað, en ekki viss hvað. Nú hefur makinn hætt að tala og situr fyrir framan þig og bíður eftir svari. Hvað ætlarðu að gera? Þú getur ekki beðið hann um að endurtaka sig aftur, þú hefur gert það nokkrum sinnum um kvöldið. Er þá kannski kominn tími á að afsaka sig og leggja frá sér símann?

Hvenær talaðir þú síðast af heiðarleika við maka þinn?

Ef þú ert farin/farinn að nota WhatsApp til að tala við maka þinn þó að þið séuð í sömu íbúð oftar en þú notar orð eða önnur tjáskipti er eitthvað í gangi sem vert er að skoða. Mörg sambönd eru orðin að fjarsambandi fólks sem býr undir sama þaki. Þitt gæti orðið eitt slíkt ef þú leggur ekki frá þér símann núna.  

Hvaða hávaði er þetta?

Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága stöðuga suð yfir þér gæti verið gott ráð fyrir þig að líta upp. Er þetta barnið þitt? Ef svo er ættir þú að leggja frá þér símann samstundis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál