Kynlífsslys sem enginn vill leika eftir

Kynlíf getur stundum endað illa.
Kynlíf getur stundum endað illa. Ljósmynd / Getty Images

Sögur af slæmum kynlífsóhöppum koma gjarnan upp svo enginn þarf að óttast að vera einn um það að hafa lent í vandræðalegum atvikum uppi í rúmi eða á slysadeild. Men's Health greinir frá nýjum þræði á Reddit þar sem heilbrigðisstafsfólk lýsir meðal annars því versta. 

Einn sjúkraflutningamaður sagðist oft hafa komið að svokölluðu brotnu typpi. Í þeim tilvikum var alltaf grannur maður með stærri konu ofan á sér sem í flestum tilvikum ætti að vera í lagi en ekki þegar kynlífið er of harkalegt. 

Stundum heyrast sögur af því þegar ákveðnir hlutir festast inni í fólki. Þetta átti einmitt við í tilviki sjúklings sem festi titrara konu sinnar inni í sér þegar konan var út úr bænum að sögn læknis. 

Bróður hjúkrunarfræðings fannst ekki leiðinlegt að rifja upp söguna þegar bóndi á sextugsaldri kom inn á bráðamóttöku með kúrbít uppi í rassinum á sér. Reyndi bóndinn að halda því fram að hann hefði dottið nakinn af traktornum og á kúrbít. 

Netverji sem var í sambandi með geislafræðingi greindi frá manni sem náði að koma hendinni á sér upp í rassinn á sér. Það tókst ekki betur en svo að maðurinn meiddi sig næstum því illa í öxl og baki og braut á sér úlnliðinn. 

Fyrrverandi starfsmaður á slysadeild greindi frá því að kona hefði komið inn öll ötuð í blóði frá munni og niður. Á hún einungis að hafa sagt að það væri ekki hennar. Stuttu seinna kom kærastinn inn. Í ljós kom að það er ekki alltaf sniðugt að þiggja munnmök undir stýri. 

Heilbrigðisstarfsfólk hefur séð ýmislegt.
Heilbrigðisstarfsfólk hefur séð ýmislegt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál