„Tilbúin að deyja fyrir góða ljósmynd?“

Það heitasta um þessar mundir er að láta mynda sig …
Það heitasta um þessar mundir er að láta mynda sig utan á þessari lest í Sri Lanka. Takið eftir því hvað parið er tilbúið að gera fyrir góða mynd.

Samkvæmt The Cut sem kemur út á vegum New York Magazine ganga pör talsvert lengra en heilbrigt þykir að ná rómantískum myndum af sér á ferðalögum. Vinsælt þykir um þessar mundir að láta taka mynd af sér ofan á húsþökum, utan á lest og svo mætti lengi áfram telja. 

Er fólk virkilega tilbúið að deyja til að ná af sér góðri mynd?

„Instagram-pör er það nýjasta í dag. Þau hafa tekið við af ferðaparinu þar sem kærastan leiðir kærastann (ljósmyndarann) áfram í ferðalaginu. Sum af þessum Instagram pörum eru í vægast sagt hættulegum aðstæðum. Myndirnar merkja þau #Wanderlust.“

Sem dæmi um pör sem nefnd eru í greininni má nefna Explorerssaurus_  og BackpackDiariez á Instagram. Þau birta bæði myndir af sér hangandi utan á lest í Sri Lanka. 

Þegar horft er á þessar myndir er auðvelt að skilja áhyggjur fólks. Stúlkan Camille heldur í lestina og krækir síðan öðrum fæti sínum um kærastann sinn Jean sem í lestina með annarri hendinni. 

En hver tekur ljósmyndina?

Í greininni kemur fram að Camille hafi sent tímaritinu The Cut póst þar sem hún útskýrir að flestar myndirnar séu teknar á sjálfvirka myndavél. Myndin hér að ofan var hins vegar tekin af bróður kærasta hennar, þar sem aðstæðurnar voru aðeins meira krefjandi.

„Þessi lest er mjög vinsæl í Sri Lanka og höfðum við séð margar myndir af fólki hangandi utan á lestinni. Þess vegna langaði okkur í svona mynd og undirbjuggum okkur vel fyrir það. Það tók okkur eina klukkustund og 500 ljósmyndir að ná þessari mynd.“ 

Raquel og Miquel sem eru með Explorerssaurus_ reikninginn á Isntagram voru ekki eins heppin og parið hér að ofan. Þau þekktu engan sem þau voru að ferðast með og báðu því ferðamann sem varð á vegi sínum að taka myndina í lestinni. 

View this post on Instagram

We are all on a long journey, with problems to solve, lessons to learn, but most of all, experiences to enjoy 🙌🚂 For where are you now 🏠 and where you will go ✈️, for “I’ve always known” 🙋‍♂ and “I told you so” 🙄, for “nothing is happening” 🤷‍♀ and “all has gone wrong” 😭 just go out there 🍃 and don’t wait too long ⌛... No matter what happens, make sure you always enjoy this wonderful ride called life ♥️ When was the last time you went on a trip and wher did you go? ✄┄┄┄┄┄┄┄┄┄┄┄┄ #travellingourplanet #wondeful_places #bestvacations #living_destinations #travelcouple #togetherforever #coupleshoot #srilanka #srilankatrip #wanderlove

A post shared by RAQUEL & MIGUEL (@explorerssaurus_) on Feb 19, 2019 at 10:08am PST

„Við báðum ókunnugan ferðamann að taka myndina. Það var maður frá Ástralíu ef ég man rétt,“ útskýrir Raquel.

Þessi mynd krafðist einnig tíma og þolinmæðis.

„Fyrst þegar við tókum myndina líkaði okkur ekki niðurstaðan. Svo við útskýrum fyrir honum hvernig okkur langaði að hafa myndina. Við breyttum henni til í myndvinnsluforriti og settum í raun saman tvær ljósmyndir því okkur líkaði ekki hvernig myndirnar voru teknar.“

Það er greinilega ekki tekið upp úr götunni að ná réttri mynd fyrir Instagram. Hvað varðar hættuna segir hún: „Lestin var ekki að fara það hratt og fallið hefði ekki verið svo hátt. Ég myndi aldrei hætta lífi mínu eða heilsu fyrir góða ljósmynd. Við elskum hvort annað of mikið fyrir slíkt.“

Það er greinilega ekki mikill sannleikur í ljósmyndum ef marka má greinina. 

mbl.is