„Tilbúin að deyja fyrir góða ljósmynd?“

Það heitasta um þessar mundir er að láta mynda sig ...
Það heitasta um þessar mundir er að láta mynda sig utan á þessari lest í Sri Lanka. Takið eftir því hvað parið er tilbúið að gera fyrir góða mynd.

Samkvæmt The Cut sem kemur út á vegum New York Magazine ganga pör talsvert lengra en heilbrigt þykir að ná rómantískum myndum af sér á ferðalögum. Vinsælt þykir um þessar mundir að láta taka mynd af sér ofan á húsþökum, utan á lest og svo mætti lengi áfram telja. 

Er fólk virkilega tilbúið að deyja til að ná af sér góðri mynd?

„Instagram-pör er það nýjasta í dag. Þau hafa tekið við af ferðaparinu þar sem kærastan leiðir kærastann (ljósmyndarann) áfram í ferðalaginu. Sum af þessum Instagram pörum eru í vægast sagt hættulegum aðstæðum. Myndirnar merkja þau #Wanderlust.“

Sem dæmi um pör sem nefnd eru í greininni má nefna Explorerssaurus_  og BackpackDiariez á Instagram. Þau birta bæði myndir af sér hangandi utan á lest í Sri Lanka. 

Þegar horft er á þessar myndir er auðvelt að skilja áhyggjur fólks. Stúlkan Camille heldur í lestina og krækir síðan öðrum fæti sínum um kærastann sinn Jean sem í lestina með annarri hendinni. 

En hver tekur ljósmyndina?

Í greininni kemur fram að Camille hafi sent tímaritinu The Cut póst þar sem hún útskýrir að flestar myndirnar séu teknar á sjálfvirka myndavél. Myndin hér að ofan var hins vegar tekin af bróður kærasta hennar, þar sem aðstæðurnar voru aðeins meira krefjandi.

„Þessi lest er mjög vinsæl í Sri Lanka og höfðum við séð margar myndir af fólki hangandi utan á lestinni. Þess vegna langaði okkur í svona mynd og undirbjuggum okkur vel fyrir það. Það tók okkur eina klukkustund og 500 ljósmyndir að ná þessari mynd.“ 

Raquel og Miquel sem eru með Explorerssaurus_ reikninginn á Isntagram voru ekki eins heppin og parið hér að ofan. Þau þekktu engan sem þau voru að ferðast með og báðu því ferðamann sem varð á vegi sínum að taka myndina í lestinni. 

View this post on Instagram

We are all on a long journey, with problems to solve, lessons to learn, but most of all, experiences to enjoy 🙌🚂 For where are you now 🏠 and where you will go ✈️, for “I’ve always known” 🙋‍♂ and “I told you so” 🙄, for “nothing is happening” 🤷‍♀ and “all has gone wrong” 😭 just go out there 🍃 and don’t wait too long ⌛... No matter what happens, make sure you always enjoy this wonderful ride called life ♥️ When was the last time you went on a trip and wher did you go? ✄┄┄┄┄┄┄┄┄┄┄┄┄ #travellingourplanet #wondeful_places #bestvacations #living_destinations #travelcouple #togetherforever #coupleshoot #srilanka #srilankatrip #wanderlove

A post shared by RAQUEL & MIGUEL (@explorerssaurus_) on Feb 19, 2019 at 10:08am PST

„Við báðum ókunnugan ferðamann að taka myndina. Það var maður frá Ástralíu ef ég man rétt,“ útskýrir Raquel.

Þessi mynd krafðist einnig tíma og þolinmæðis.

„Fyrst þegar við tókum myndina líkaði okkur ekki niðurstaðan. Svo við útskýrum fyrir honum hvernig okkur langaði að hafa myndina. Við breyttum henni til í myndvinnsluforriti og settum í raun saman tvær ljósmyndir því okkur líkaði ekki hvernig myndirnar voru teknar.“

Það er greinilega ekki tekið upp úr götunni að ná réttri mynd fyrir Instagram. Hvað varðar hættuna segir hún: „Lestin var ekki að fara það hratt og fallið hefði ekki verið svo hátt. Ég myndi aldrei hætta lífi mínu eða heilsu fyrir góða ljósmynd. Við elskum hvort annað of mikið fyrir slíkt.“

Það er greinilega ekki mikill sannleikur í ljósmyndum ef marka má greinina. 

mbl.is

Giambattista Valli í samstarfi við H&M

12:00 H&M; tilkynnti nýjasta samstarf fyrirtækisins í galaveislu í Cannes í gærkvöldi.  Meira »

Haldið ykkur fast, COS opnar kl. 12

10:29 Sænska verslunin COS verður opnuð kl. 12 á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur en íslenskar tískuskvísur hafa beðið eftir þessari verslun í mörg ár. Meira »

Þorgrímur Þráinsson selur Tunguveginn

08:35 Íþróttastjarnan og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur sett sitt fallega hús á sölu. Um er að ræða 150 fm tvíbýli við Tunguveg í Reykjavík. Meira »

Svona vinnur Arianna Huffington

05:00 Það eru til fjölmargar leiðir til að setja ramma utan um vinnuna og upplifa heilbrigðara samræmi á milli vinnu og einkalífs. Thrive-leiðin þykir áhugaverð til þess. Meira »

Svona er sumartíska Weekday

Í gær, 23:00 Ef þú vissir ekki að hjólabuxur væru komnar aftur í tísku þá lastu það fyrst hér og líka að þú getur varla lifað sumarið af án þess að eiga samfesting. Mundu bara að það er ekki gott að vera í samfesting ef þú ert að drekka. Meira »

Fólk afkastar minna í góðu veðri

Í gær, 20:00 Veður hefur ómeðvituð áhrif á okkur og við eigum það til að missa einbeitinguna þegar það er gott veður, þar af leiðandi afköstum við minna í vinnunni. Meira »

Hönnuðurinn sem allir elska að stæla flytur

Í gær, 16:01 Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður hefur sett íbúð sína við Blönduhlíð á sölu. Ingibjörg Hanna hannaði krummann sem sló í gegn þegar hann kom á markað og prýðir hann fjölmörg heimili landsmanna. Meira »

„Orðin háð kynlífi og hef ekki stjórn“

í gær „Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur. Svo virðist sem ég sé orðin háð kynlífi. Það er eins og ég hafi enga stjórn á mér og geti ekki stoppað mig í að fara út sum kvöld (næstum öll kvöld vikunnar) á bari eða skemmtistaði.“ Meira »

Fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi

í gær Rihanna hefur unnið hörðum höndum við að byggja upp feril sinn í tískuheiminum. Núna er hún fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi. Meira »

„Að burðast með gömul áföll“

í gær Dr. Sigríður Björk Þormar er einn helsti sérfræðingur landsins í áföllum. Hún heldur námskeið í dag um áföll og afleiðingar þeirra þar sem hún m.a. kennir leiðir til þrautseigju. Meira »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

í gær „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

í fyrradag Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

í fyrradag Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

í fyrradag Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

22.5. Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

22.5. Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

21.5. Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

21.5. Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

21.5. Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

21.5. „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

21.5. Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »