Átakalegar myndir úr raunveruleikanum

Hvernig lítum við út án símans?
Hvernig lítum við út án símans? Mynd/Eric Pickersgill

Síminn er svo gott sem fastur í höndunum á mörgum okkar. Það eru í raun góðar líkur á að þú sért að lesa þessa færslu í símanum þínum. En hvernig lítum við út án símanna okkar? 

Bandaríski ljósmyndarinn Erix Pickersgill vann myndaseríuna „Removed“ eða „Fjarlægður“ sem sýnir fólk í hinum eðlilegustu aðstæðum, sokkið niður í símann, nema síminn hefur verið fjarlægður.

Myndirnar vekja fólk til umhugsunar um hvernig það hagar sér, af hverju við þurfum í sífellu að hanga í símanum okkar innan um annað fólk, á meðan við erum með börnunum okkar, eða áður en við förum að sofa. Með myndaseríunni vill Pickersgill sýna hversu furðuleg þessi staða er sem við erum í þegar við bókstaflega höngum í símanum.

Fleiri myndir má skoða á vefsíðu Pickersgill.

Mynd/Eric Pickersgill
mbl.is