Hvað virkar alls ekki í svefnherberginu?

Hreint svefnherbergi er mun ákjósanlegra en óhreint.
Hreint svefnherbergi er mun ákjósanlegra en óhreint. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er víst ekki nóg fyrir einhleypt fólk að vera fallegt eða skemmtilegt það þarf líka að eiga smart svefnherbergi, að minnsta kosti ef það vill bjóða einhverjum upp í rúm. Samkvæmt könnun á einhleypum Bretum sem Perfect Home greinir frá eru ákveðin atriði sem virka alls ekki í svefnherberginu. 

Plaköt af nöktu fólki virkar alls ekki og fær fólk til þess að missa áhuga á kynlífi. Þetta á bæði við konur og karla. Það var ekki vinsælt að sjá merki um kynlíf í herberginu og sögðu níu prósent að það væri ekki spennandi að sjá getnaðarvarnir, kynlífsleikföng eða spegla í loftinu í herberginu. 

Það má eiginlega segja að öll plaköt séu slæm en ellefu prósent voru sammála því. Til öryggis er líklega best að hafa ekkert á veggjunum og hafa einfaldleikann að leiðarljósi. 

Það þykir alls ekki kynþokkafullt að hafa hluti eða spjöld með áletrunum sem eiga að bjarga deginum. Einnig eru bangsar ekki vinsælir. 

Sama hversu oft þú baðar þig áður en þú ferð á stefnumótið þá bætir það ekki upp fyrir óhreint herbergi. Föt út um allt eða lykt af einhverjum óþarfa er ekki vinsælt. Óhreint herbergi eyðileggur stemminguna fyrir 44 prósent fólks. Virðist þetta aðallega trufla konur eða kannski eru karlmenn meiri sóðar?

Einfalt og hreint herbergi virkar vel.
Einfalt og hreint herbergi virkar vel. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is