Vandræðalegt kynlíf, hvað er til ráða?

Það er þarf ekki að vera vandræðalegt að vera ekki …
Það er þarf ekki að vera vandræðalegt að vera ekki í stuði. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlíf getur verið alls konar og þar á meðal vandræðalegt. Í könnun á vegum Women's Health viðurkenndu 24 prósent kvenna að þeim þætti óþægilegt að tala um kynlíf. Góð samskipti eru þó oftast besta lausnin við öllum vandamálum í rúminu jafnvel þótt einhverjum kunni að finnast vandamálin vandræðaleg. En hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum?

Kynlífið tekur of stuttan tíma

Kynlíf þarf ekki að taka jafnlangan tíma og maraþonhlaup en það getur þó verið pirrandi þegar annar aðilinn klárar á undan hinum. Allt í einu eru aðstæðurnar ekki alveg eins æsandi og stuttu áður. Margar konur upplifa að menn hjálpi þeim ekki að fá fullnægingu eftir að þeir klára. Það á ekki að vera vandræðalegt að ræða þetta. Það er mjög eðlilegt að reyna að finna lausn á málinu. Að spyrja hvort hægt sé að gera eitthvað til þess að hægja á eða setja þá reglu að konan fái það fyrst. 

Þú ert ekki í stuði

Það er ekkert vandræðalegt við það að vera ekki í stuði. Margar konur upplifa það oft. Ástæðurnar geta verið fjölmargar. Það getur þó líka verið ástæða til að nálgast nánd út frá öðrum leiðum en samförum. Það er til dæmis hægt að nudda hvort annað eða bara kela aðeins. 

Hann heldur ekki reisn

Það er mjög algengt að karlmenn nái ekki að halda limnum stinnum en á sama tíma er lítið talað um það. Tvær algengar ástæður eru áfengisneysla og ekki nógu mikið næði. Þetta er ekki bara óþægilegt fyrir karlmenn heldur einnig konur. Aðstæðurnar þurfa þó ekki að vera vandræðalegar og konur geta til dæmis stungið upp á einhverju sem ekki þarf stinnan lim í. Það er til dæmis hægt að nudda og snerta hvort annað og láta eins og ekkert sé eðlilegra en linur limur. 

Hvað með bara smá nudd?
Hvað með bara smá nudd? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál