Hafa ekki stundað kynlíf í sex mánuði

Konan elskar manninn en kynlífsleysið truflar hana.
Konan elskar manninn en kynlífsleysið truflar hana. mbl.is/Thinkstockphotos

„Kynlífið með kærasta mínum tekur mjög stuttan tíma og það er eins og enn eitt leiðindaverkið fyrir hann ef við stundum þá yfir höfuð kynlíf. Ég er 31 árs og kærasti minn er 39 ára. Við höfum verið saman í átta mánuði en við höfum ekki stundað kynlíf síðustu sex mánuði. Jafnvel þegar við vorum að byrja að hittast þá var kynlífið ekki aðalatriðið. Við kelum ekki einu sinni, bara stuttur koss og svo faðmlag. Kynlífið var hvorki munúðarfullt né ástríðufullt. Mér finnst það skrítið að hann komi ekki við mig þegar ég stend nakin fyrir framan hann, þegar ég er í baði eða að skipta um föt. Hann segir að kynhvötin hafi minnkað fyrir tíu árum. Þetta er byrjað að hafa áhrif á sjálfsöryggi mitt. Mér finnst ég ekki vera kynþokkafull né aðlaðandi og ég sakna kynlífs og ástríðu. Ég sakna líka slíkra tengsla við annan aðila. Þetta er svo pirrandi þar sem ég er virkilega hrifin af honum og myndi vilja stunda kynlíf með honum. Ég gæti þurft að hætta með honum,“ skrifaði kona í kynlífslausu sambandi og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Maðurinn hefur lítinn áhuga á kynlífi.
Maðurinn hefur lítinn áhuga á kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir konunni að þetta snúist alls ekki um hana.

„Segðu honum að hann sé yndislegur maður en kynlíf sé hluti af eðlilegu sambandi að þínu mati. Hvað gerðist fyrir tíu árum? Þarf hann að fara til læknis eða hitta ráðgjafa? Kynhvöt fólks breytist en ástfangin pör geta oft gert málamiðlanir. Ef hann vill ekki reyna gætir þú þurft að sætta þig við það að hann sé ekki sá rétti fyrir þig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál