5 atriði sem segja þér að ástarsambandið muni aldrei ganga

Það getur verið erfitt að átta sig á því hvort …
Það getur verið erfitt að átta sig á því hvort nýtt samband muni ganga upp í framtíðinni. Ljósmynd/Unsplash

Samkvæmt Bustle eru nokkrir hlutir sem ber að varast í nýjum ástarsamböndum. Það hvernig fólk fer með peninga og hvernig aðilar rífast og setja mörk er mikilvægt.

Ef þú ert í nýju ástarsambandi sem þú ert ekki viss um, ættir þú að skoða þessi atriði að kostgæfni. Þetta eru atriði sem verða víst ekki betri með tímanum að mati sérfræðinga.

Skortur á kynferðislegum áhuga

Þið þurfið ekki að passa fullkomlega saman í byrjun, en ykkur þarf að langa í hvort annað kynferðislega til að sambandið virki á þessu sviði að mati sérfræðinga. Það sem er eðlilegt að mati flestra er að fólk langi stöðugt í hvort annað í byrjun sambanda. Ef það er ekki til staðar er mjög ólíklegt að það komi seinna í sambandinu. 

Fjölmörg sambönd geta gengið þótt það sé lítið um nánd og kynlíf það er að segja ef kynlíf skiptir fólk litlu máli. Ef þú ert hins vegar á því að kynlíf skipti miklu máli ættir þú að staldra við og skoða þetta mál betur.  

Að eiga ekkert sameiginlegt

Pör þurfa ekki að vera tvíburar, hins vegar gæti verið óþarfi að mynda samband á milli tveggja einstaklinga sem eiga ekkert sameiginlegt. Slík sambönd enda vanalega þannig að fólk vex í sundur með tímanum.

Ef þú ert mikið fyrir annað fólk en maki þinn kann best við sig heima, eða þú elskar útiveru en maki þinn elskar að tefla getur það leitt til þess að þið munið eiga ólíkt líf í framtíðinni. 

Skapgerðarbrestir

Fólk hagar sér vanalega eftir bestu getu í upphafi sambanda, þar sem það vill ganga í augun á nýja maka sínum. Ef nýi makinn er hins vegar stjórnsamur eða með bresti, sem koma í veg fyrir að maður geti notið stundarinnar með honum, er gott að staldra við strax.

Skapgerðarbrestir og stjórnsemi verða verri með tímanum að mati sérfræðinga. Ef þú prófar að benda á þessa hluti og maki þinn tekur vel í að skoða þá gefur það vísbendingu um að þið gætuð unnið í málunum saman. Ef sambandið virkar ekki heilbrigt í upphafi er harla ólíklegt að það verði heilbrigt með tímanum. 

Ólíkar hugmyndir um peninga

Þar sem peningar eru það sem fólk deilir helst um í samböndum er gott að skoða hugmyndir ykkar um peninga í upphafi sambands. Það þykir heilbrigt að geta talað um peninga og skipulagið í kringum þá frá upphafi. 

Að tala um peninga og sjá hvort þið náið saman á því sviði er alltaf góðs viti fyrir langtímasambönd. 

Aðrir hlutir sem skipta miklu máli einnig eru

Að búið sé að gera upp fyrri sambönd.

Að fólk setji heilbrigð mörk og virði mörk maka síns. 

Að fólk geti tjáð sig í samböndum. 

Að fólk sé heiðarlegt við hvort annað.

Að fólk geti staðið við sambandssamning og haldi ekki fram hjá.

Að hægt sé að treysta makanum.

Að hann haldi engu mikilvægu fyrir sig. 

Að þið getið rifist og orðið sátt eftir rifrildið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál