Jólaborðið notað á skemmtilegan hátt

Eyjan í eldhúsinu gæti líka virkað vel.
Eyjan í eldhúsinu gæti líka virkað vel. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það er ekki bara hægt að hlaða kræsingum á borðstofuborðið um jólin. Það er líka hægt að stunda kynlíf á því, en þó bara ef borðið er nógu stöðugt. Ýmislegt ber þó að hafa í huga þegar fólk fer út fyrir þægindi svefnherbergisins og spreytir sig á borðstofuborðinu.

Lykilatriði númer eitt, tvö og þrjú er að borðið þoli nokkuð álag því annars verður jólareikningurinn heldur hár og áramótaboðið frekar skrítið. Þar að auki verður ekki lengur hægt að spila eða púsla við borðið yfir hátíðirnar.

Það getur verið töluvert meira spennandi að stunda kynlíf á borðinu heldur en ræða við gamlan frænda um Samherjamálið.

Kynlífs- og sambandsráðgjafinn Antonia Hall og kynfræðingurinn doktor Carol Queen tóku saman bestu ráðin fyrir kynlíf á borði.

Hæð borðsins

Hæð borðsins er mikilvæg. Hún þarf helst að vera í mjaðmahæð við manneskjuna sem er með getnaðarlim eða strap-on.

Prófið stöðugleika borðsins með forleik

Það er hægt að halda spennustiginu háu á meðan þið athugið hvort borðið haldi ykkur. Beygðu þig yfir borðið og láttu þyngd þína á það. Þetta er góð leið til þess að athuga borðið án þess að gefa upp hvað þú hefur í huga. Ef borðið þolir þetta, en kannski ekki mikið meira er vel hægt að stunda kynlíf í þessari stellingu.

Þið þurfið ekki að stunda kynlíf á grjóthörðu borðinu

Það er í góðu lagi að skella einhverju yfir borðið svona rétt á meðan þið stundið kynlíf á því. Þykkt teppi, sumarsæng eða eitthvað þvíumlíkt gerir upplifunina mun betri og ekkert sullast í jóladúkinn.

Borðstofuborðið er ekki eini valmöguleikinn

Á flestum heimilum er fleira en eitt borð. Ef þið eigið til dæmis einstaklega stöðugt (mikilvægt) sófaborð er vel hægt að nota það. Lægri borð bjóða líka upp á fleiri stellingar. Pool-borð, ef slíkt er á heimilinu ef líka góður kostur, það er mjúkt og með brúnum svo þið ættuð ekki að rúlla fram af svo auðveldlega. Verði pool-borðið fyrir valinu er gott ráð að henda teppi yfir svo þið þurfið ekki að útskýra bletti á borðinu rjóð í kinnum.

Standandi munnmök

Forleikurinn má, eins og oftast, taka góðan tíma. Konan getur til dæmis setið á endanum á borðinu og maki hennar veitt henni munnmök. Og öfugt.

Það er hægt að gera ýmislegt á borðstofuborðinu og fleiri …
Það er hægt að gera ýmislegt á borðstofuborðinu og fleiri borðum í húsinu. Ljósmynd/Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál