Á erfitt með að vera með yngri manni

Konan á erfitt með að vera með yngri manni.
Konan á erfitt með að vera með yngri manni. Ljósmynd/Unsplash

Þrjátíu og tveggja ára kona sem leitar á náðir The Guardian segist eiga erfitt að halda sér kynferðislega örvaðri þegar hún stundar kynlíf með yngri kærasta sínum. 

„Ég er 32 ára gömul kona sem er að hitta 28 ára gamlan mann. Ég er að reyna mitt allra besta að gefast ekki upp á þessum unga manni sem elskar mig heitt, en ég nýt mín ekki þegar við stundum kynlíf og kynlíf er mér mjög mikilvægt. Ég hef aldrei átt í vandræðum með að halda mér kynferðislega örvaðri í samböndum hingað til, en síðan ég fór að hitta hann hef ég átt erfitt með það. Hann er eini maðurinn sem ég hef verið með sem er yngri en ég. Ég hef alltaf verið með mönnum sem eru 8 til 10 árum eldri en ég. Í fyrstu hélt ég að þetta væri bara ég og kannski væri ég að fara í gegnum breytingaskeiðið, en ég er búin að komast að því að eldri menn æsa mig enn þá. Hvernig get ég bætt úr þessu án þess að særa hann?“

Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafi The Guardian svarar:

„Þetta er nýtt vaxtarskeið í kynferðislegum þroska þínum, að kenna einhverjum hvernig hann á að fullnægja þér. Áður fyrr hefur þú eflaust treyst á reynslu maka þíns, en núna er þetta undir þér komið. Taktu þessu tækifæri opnum örmum og lærðu að móta þína eigin fullnægingu. Hafðu hugrekki til að spyrja og læra hvað honum finnst gott. Aldur nýja makans er ekki vandamálið hér, það eru margir yngri en 30 ára sem eru góðir í að stunda kynlíf. Annars er matið á því hver er góður í rúminu og hver ekki byggt á því hversu góð samskiptin eru. Einhvern veginn hefur 28 ára ástmaður þinn misst af einhverjum mikilvægum upplýsingum og er of feiminn til að spyrja hvað þér finnst gott. Vertu kennarinn og njóttu þess!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál