Stjörnur sem giftu sig á Valentínusardag

Hjónin Sophie Hunter og Benedict Cumberbatch giftu sig á Valentínusardag.
Hjónin Sophie Hunter og Benedict Cumberbatch giftu sig á Valentínusardag. EPA

Í dag er Valentínusardagurinn og honum fagnað víða um heim. Valentínusardagurinn er að sjálfsögðu dagur ástarinnar og því gaman að líta yfir hvaða stjörnur hafa gift sig á þessum margrómaða degi.

Þótt dagurinn sé vinsæll til að ganga í hjónaband þýðir það ekki sjálfkrafa að fólk lifi hamingjusamt til æviloka, enda margt annað en flott dagsetning sem hefur áhrif á hvort hjónabönd gangi upp. 

Tommy Lee og Brittany Furlan giftu sig á þessum degi fyrir einu ári og fagna því eins árs brúðkaupsafmæli. Þau giftu sig líka 14. febrúar 2018 svo þau virðast halda upp á dagsetninguna. 

Leikkonan Salma Hayek og Francois-Henri Pnault giftu sig 14. febrúar 2009 í borg ástarinnar, París. Þau héldu brúðkaupsveislu 25. apríl sama ár. 

Leikarinn Benedict Cumberbatch og leikstjórinn Sophie Hunter giftu sig á þessum degi árið 2015. Hún var þá ólétt af þeirra fyrsta barni. 

Leikaraparið Dennis Quaid og Meg Ryan giftu sig á þessum degi árið 1991 en skildu 10 árum seinna. 

Tommy Lee og Brittany Furlan.
Tommy Lee og Brittany Furlan. Greg Doherty

Tónlistarmaðurinn Elton John og Renate Blauel giftu sig á valentínusardag árið 1984. Við vitum öll hvernig sú sjóferð endaði. Í dag er Elton giftur David Furnish en þeir giftu sig í desember 2014 eftir 21 árs samband. 

Fyrirsætan Adriana Lima og Marko Jaric gengu í það heilaga á Valentínusardag árið 2005. Þau skildu svo árið 2014. 

Leikarinn Ron Perlman og skartgripahönnuðurinn Opal Stone giftu sig á Valentínusardag árið 1981. Eftir 38 ára hjónaband, í nóvember 2019, sótti Perlman um skilnað.

Sjörnuparið Liam Gallagher og Nicole Appleton giftu sig í laumi á Valentínusardag árið 2008. Það var hins vegar ekkert leyndarmál þegar þau hættu saman árið 2013 þegar Appleton komst að því að hann hafi haldið fram hjá henni og eignast barn.

Nicole Appleton og Liam Gallagher giftu sig á Valentínusardag.
Nicole Appleton og Liam Gallagher giftu sig á Valentínusardag.
mbl.is