Missti allt í hruninu og er ósátt

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem neyddist til þess að selja fasteign sína langt undir markaðsverði í hruninu. 

Sæll Sævar. 

Mig langar að vita hvort það sé eitthvað verið að gera fyrir fólk sem missti eignir í hruninu. Ég var skikkuð til að selja mína eign langt undir markaðsverði. Var reyndar betra en að hún færi á uppboði. 

Eins þurfti ég að skila inn bíl sem var rúmlega 200 þúsund króna skuld á og var það lán í skilum.

Mér finnst þessi hópur sem lenti í þessu gleymast. Með þökk!

Kveðja, GH

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl,

með tilliti til forsendna spurningarinnar má ólíklegt telja, með hliðsjón af reglum um fyrningu krafna og vegna tómlætissjónarmiða, að unnt sé að hafa uppi kröfur á hendur þeim aðila sem átti kröfur á hendur þér á þeim tíma sem innheimtuaðgerðir áttu sér stað. Þess er ekki getið í spurningu þinni á hvaða heimild innheimtuaðgerðir grundvölluðust en í dæmaskyni er iðulega svo mælt í skuldabréfum, að gera megi aðför til fullnustu skuldar án undangengins dóms eða réttarsáttar, sbr. jafnframt um heimild í þinglýstum samningum um veðrétt í fasteignum, að nauðungarsala geti farið fram án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms.

Er það svo undir kröfuhafa komið hvort hann nýti sér framangreindar heimildir, sé peningakrafa gjaldfallin, eða hvort uppgjör fari fram með öðrum hætti, líkt og virðist hafa verið raunin í þínu tilviki.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál