Algengustu vandmál karla í rúminu

Er maðurinn of fljótur að fá það?
Er maðurinn of fljótur að fá það? mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox veit ekki bara hvernig á að stunda gott kynlíf heldur einnig hvar vandinn liggur og hvernig má leysa hann. Í nýjum pistli á vef Daily Mail útskýrir hún fjögur algengustu vandamál karlmanna í svefnherberginu og hvernig á að bregðast við. 

Risvandamál

Cox segir að næstum því allir karlmenn glími við risvanda af einhverju tagi fyrir fertugt. Orsök vandans getur bæði verið líkamlegur en einnig andlegur. Áfengi og eiturlyf hjálpa ekki til. Pressa, kvíði og stress spilar líka inn í. Í fyrstu er gott að skoða hvort að vandinn sé af læknisfræðilegum toga. Er lyfseðilskyld lyf kannski vandinn? Einnig getur verið gott að skoða lífsstílinn. Mögulega þarf maðurinn að kíkja til læknis. 

Kynlífssérfræðingurinn mælir með að bólfélagar manna sem lenda í vanda sem þessum taki það ekki persónulega. Konur geta til dæmis sagt að þær skilji hvernig þetta er. Þær verða ekki alltaf blautar þó þær vilji stunda kynlíf. Ef ekki gengur að halda limnum stinnum er sniðugt að horfa á björtu hliðarnar en maðurinn getur þá einbeitt sér að því að nota hendur og munn til að veita bólfélaga sínum unað. 

Hann fær ekki fullnægingu

Margar konur eru vanar að stunda kynlíf án þess að fá alltaf fullnægingu. Karlmenn eru vanir allt öðru. Cox segir ástæður þess að karlmenn fá ekki fullnægingu margvíslegar. Áfengi, eiturlyf, veikindi geta til að mynda haft áhrif. Karlmenn geta auk þess verið búnir á því eftir of margar fullnægingar. Andlegt ójafnvægi spilar líka inn í eða hræðsla um að barna konu. 

Lausnin gæti legið í því að breyta því hvernig og hversu oft maðurinn stundar sjálfsfróun. Maki ætti einnig að ræða það við manninn hvað hann þarf til þess að fá fullnægingu. Einnig getur verið sniðugt að breyta til og skipta yfir í munnmök eða nota hendur.

Karlmenn eru ekki alltaf til í tuskið.
Karlmenn eru ekki alltaf til í tuskið. mbl.is/Thinkstockphotos

Of fljótur að fá það

Það er mjög algengt að karlmenn eru of fljótir að fá það. Cox segir að 20 til 30 prósent karlmanna endast ekki jafn lengi og makar þeirra vonast til. Ráðgjafar vilja meina að menn fái það of snemma ef þeir fá það innan við mínútu eftir að samfarir hefjast í meira en sex mánuði. Venjulega tekur það menn fimm til sjö mínútur. 

Til eru nokkrar aðferðir til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist. Meðal annars er mælt með því að menn stundi sjálfsfróun klukkutíma fyrir samfarir eða fái fullnægingu í byrjun.  Því oftar sem maður fær sáðlát því lengri tíma tekur það. Cox mælir með því að pör haldi áfram þrátt fyrir að maðurinn fái sáðlát snemma. 

Hann er ekki í stuði

Það eru margar ástæður fyrir því að karlmenn vilja ekki stunda kynlíf. Staðalímynd karla er oft eins og þeir séu kynlífsvélmenni svo er þó ekki og margt spilar inní þegar kynhvöt er annars vegar. Óöryggi og streita spila inn í auk þess á hvaða stað sambandið er. 

Fólk er með mismikla kynhvöt og þarfir para ekki alltaf þær sömu. Mikilvægt er að tala um málið en færri kynlífsvandamál eru í samböndum þar sem fólk talar opinskátt um vandamál sem tengjast kynlífi. Einnig er gott að tala um það sem veldur streitu eða slæmri líðan. Kannski má bara gera eitthvað annað en að stunda samfarir. Hann getur veitt munnmök eða ef leiði er í sambandinu má krydda kynlífið með hjálpartækjum ástarlífsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál