Dóttir hefur áhyggjur af 64 ára móður sinni vegna skulda

Íslensk kona hefur áhyggjur af móður sinni vegna skulda.
Íslensk kona hefur áhyggjur af móður sinni vegna skulda. Ljósmynd/Abigail Keenan

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá dóttur 64 ára gamallar konu sem skuldar skattinum. 

Sæll,

ég á mömmu sem hefur skuldað skattinum í ég veit ekki hvað mörg ár. Ég vil samt taka það fram að hún hefur alltaf borgað þeim og standið í skilum við allt, nema það að hún lenti í bílslysi og er í dag öryrki. Samt hefur hún alla tíð unnið frá 8 á morgnanna til 8 á kvöldin og verið hörku dugleg í vinnu. Hún tók sér varla sumarfrí og aldrei veikindadaga. Vegna þessar þá hefur hún verið á vanskilaskrá með það, og skuldar ekkert nema þeim. Ég hef verið að hugsa, hún er 64 ára gömul núna og ég veit fyrir víst að hún mun aldrei ná að borga þetta með þessum bótum sem hún hefur núna fyrr en hún verður ca 100 + ára.

Væri hægt að gera hana gjaldþrota? Hún á ekki neitt þar sem þetta hefur haft áhrif á lánshæfismatið hennar í mörg ár. Mér finnst bara synd að hún eyði síðustu árum sínum í áhyggjum yfir þessu ef það er möguleiki vegna aðstæðna að gera hana gjaldþrota.

Bestu kveðjur,

dóttir sem vil að mömmu sinni líði vel.

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl dóttir sem vil að mömmu sinni líði vel

Það er leitt að heyra um bágborna stöðu móður þinnar. Eftir að tveggja ára fyrning allra skulda eftir gjaldþrotaskipti var leidd í lög þá hefur gjaldþrot stundum hjálpað skuldugum einstaklingum til þess að komast frá skuldaklafanum og jafnvel verið eina leiðin fyrir viðkomandi. 

Aftur á móti getur ekki hver sem er farið í gjaldþrot. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. getur einstaklingur krafist þess sjálfur að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann er ógreiðslufær. Í því felst að viðkomandi getur ekki staðið í fullum skilum við kröfuhafa sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluerfiðleikar hans muni líða hjá innan skamms. Af lýsingu þinni að dæma hefur móðir þín greitt samviskusamlega af þessum skuldum undanfarin ár og því spurning hvort hún geti talist ógreiðslufær standi hún ætíð í skilum hver mánaðamót. Málið kunni að horfa öðruvísi við ef hún sæi sér ekki fært að standa í skilum með afborganir sínar.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál