Hjónabandsráð Michelle Obama

Barack og Michelle Obama. Frú Obama líkir því að velja …
Barack og Michelle Obama. Frú Obama líkir því að velja sér lífsförunaut við að velja í körfuboltalið. AFP

Fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, ræddi meðal annars um hjónabandið þegar grínistinn Conon O'Brian var gestur í hlaðvarpsþætti hennar. Hún líkti hjónabandinu við körfuboltalið og sagði að það mætti hvorki vera of veikur blettur né of sterkur blettur í liðinu. 

O'Brian sagði að margir menn væru ekki tilbúnir á sviði greindar og tilfinninga til að kvænast fyrr en seinna í lífinu. Sjálfur gekk hann í hjónaband 39 ára. Obama sagði að það væri gott að gefa leitinni að maka tíma og fleiri ungar konur mættu gera slíkt hið sama. Sjálf var Obama 25 ára þegar hún kynntist Barack Obama og 28 ára þegar þau gengu í hjónband. 

Við val á framtíðarmaka sagði hún gott að beita sömu aðferð og þegar valið er í körfuboltalið 

„Af því að þegar þú horfir á lið, fólkið sem þú vilt vinna með, viltu í fyrsta lagi að allir í liðinu séu sterkir,“ sagði Obama og hélt áfram samlíkingunni. „Þú vilt ekki neina veika hlekki, þú vilt ekki að einhver einn stjórni, þú vilt ekki einhvern sem tapar, ekki satt? Og líka, ef þú ert í liði þá verður þú að geta gert allt, sérstaklega í körfubolta. Þú myndir ekki velja einhvern sem segir: „Ég drippla bara. Ég skýt ekki. Ég fer ekki vörn. Ég drippla bara.““

Obama hélt áfram og sagði að gift fólk væri eitt lið og fólk ætti að velja sér liðsfélaga sem væri líklegt til sigurs. „Þú vilt LeBron,“ sagði Obama og átti þar við körfuboltakappann sigursæla LeBron James. 

„Nú færðu mig til að hugsa um að giftast LeBron,“ grínaðist gesturinn O'Brian.

„Það sem þú átt að segja er að ég er kvæntur LeBron. Minni útgáfu LeBron,“ útskýrði Obama og meinti að eiginkona O'Brians væri LeBron James í hans lífi. 

Obama hefur talað opinskátt um einkalíf sitt og Baracks Obama og hefur greint frá því að þau fóru í hjónabandsráðgjöf. 

„Fólk er ekki fullkomið. Hjónaband er erfitt. Það er barátta fyrir alla. En spurningin sem þú verður að spyrja þig er hvort þú getir varið lífinu með einhverjum? Viltu byggja eitthvað með einhverjum? Það eru ekki töfrar sem gera það.“

Michelle Obama er ekki feimin við að segja frá því …
Michelle Obama er ekki feimin við að segja frá því að það þurfi að hafa fyrir góðu hjónabandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál