Einkenni þeirra sem erfitt er að treysta

Það getur verið flókið að vera í samskiptum við fólk …
Það getur verið flókið að vera í samskiptum við fólk sem gerir eitt og segir annað. mbl.is/Colourbox

Samkvæmt Reader's Digest eru nokkur atriði sameiginleg með þeim sem erfitt er að treysta. Það er sagt að heiðarleiki sé grunnurinn að góðum samskiptum, en hvað með þá sem standa ekki við það sem þeir segja og fá þig til að efast um þína sannfæringu?

Skortur á heiðarleika

Það sem einkennir fólk sem erfitt er að treysta er að það skortir heilindi. Það segir eitt og gerir annað og brýtur samkomulag sem það gerir við annað fólk. Þessir aðilar kunna ekki að biðjast afsökunar og ef þeir gera það er því ekki fylgt eftir með breyttri hegðun. Góð manneskja á erfitt með að brjóta á öðru fólki. Það á ekki við fólk sem erfitt er að treysta því það á erfitt með að setja sig í spor annarra og finnst ekkert athugavert við að úthúða öðrum. 

Það er erfitt að treysta þeim sem eru ekki heiðarlegir.
Það er erfitt að treysta þeim sem eru ekki heiðarlegir. mbl.is/Colourbox

Skortur á trausti

Það sem einkennir þá sem erfitt er að treysta er að þeir treysta heldur ekki öðrum. Þeir ávíta aðra fyrir hegðun sem þeir sýna reglulega. Dæmi um þetta er karlinn sem vænir eiginkonu sína um framhjáhald þegar hann á viðhald sjálfur. Eða yfirmaðurinn sem óttast að undirmenn hans séu að svíkja hann á meðan hann er að svíkja yfirmann sinn. 

Skilja eftir sig slóð

Það sem einkennir fólk sem erfitt er að treysta er að það hefur svikið aðra áður en það hitti þig. Þessir aðilar reyna sitt besta til að fá þig til að trúa því sem er ekki satt og þegar þú bendir á það bregðast þeir hinir verstu við og segja eitthvað að hjá þér. 

Fara ekki eftir reglum samfélagsins

Það sem einkennir fólk sem erfitt er að treysta er að það virðist eiga tvö sjálf; eitt sem það sýnir veröldinni og annað sem það sýnir fjölskyldunni. Það fer á skjön við reglur samfélagsins og þú sérð að nákomnum ættingjum líður illa í návist þeirra.

Geta ekki sett sig í spor annarra

Það sem einkennir þá sem erfitt er að treysta er að þeir bera ekki virðingu fyrir tilfinningum annara. Í raun má segja að þeir gleðjist þegar öðrum líður illa.  

Hegða sér ekki í takt við eigin tilfinningar

Það sem einkennir fólk sem á erfitt með að setja sig í spor annarra er að það á erfitt með að hegða sér í takt við tilfinningar sínar. Það segist elska þig en fer síðan. Það segir að allt sé þér að kenna en er sjálft búið að fara langt yfir viðtekin mörk í nánum samskiptum við aðra. 

Tala yfir annað fólk

Það sem einkennir fólk sem erfitt er að treysta er að það talar ekki við annað fólk heldur til þess. Það hleypir þér ekki inn í samtöl og virðist ekki hafa áhuga á því hvað þú hefur fram að færa. Það er ekki eðlilegt að þú komist ekki að í samtali við aðra eða að tilfinningar þínar skipti ekki máli. 

Þeir ásaka aðra

Það sem einkennir fólk sem erfitt er að treysta er að það er erfitt að átta sig á því. Það segist vera fórnarlömb í einhverjum aðstæðum en síðar kemur í ljós að það hefur sjálft beitt ofbeldi. Það tekur aldrei neina ábyrgð í samskiptum. 

Þú finnur það innra með þér

Ef þú hittir einhvern sem þér líður illa í kringum gæti innsæið verið að segja þér að treysta honum ekki. Fólk sem erfitt er að treysta er gott í að láta öðru fólki líða illa.

mbl.is