Þetta finnst Eddu Falak óheillandi við karlmenn

Eddu Falak líkar ekki við karlmenn sem eru með mikla …
Eddu Falak líkar ekki við karlmenn sem eru með mikla minnimáttarkennd eða líta of stórt á sig. skjáskot/Instagram

Íþróttakonunni Eddu Falak líkar ekki við maka sem smjattar mikið og lýsir fyrrverandi kærustu sinni sem klikkaðri. Edda svaraði spurningum fylgjenda sinna á Instagram í gær og þar spurði einn hvað henni fyndist óheillandi eða „turn off“. 

Edda hefur notið miklla vinsælda á Instagram undanfarna mánuði en hún var um stutt skeið í sambandi með áhrifavaldinum Brynjólfi Löve, betur þekktum sem Binna Löve. Hún er með 26,8 þúsund fylgjendur á Instagram. 

Það sem Eddu þykir ekki heillandi í fari tilvonandi maka er meðal annars hroki, smjatt, að viðkomandi stundi ekki íþróttir, sé með minnimáttarkennd, tali um fyrrverandi sem klikkaða, illa lyktandi, tali illa um annað fólki, sé með derhúfu með límmiða, stórt egó og „flipcover“-símahulstur.

Einn fylgjandi hennar spurði hana líka hvort hún hefði verið ástfangin og þá sagðist hún einu sinni hafa verið ástfangin og það hefði verið síðasta sumar. 

skjáskot/Instagram

Edda tók skýrt fram, þegar hún hafði svarað spurningunni um hvað henni þætti óheillandi, að hún væri ekki að tala um neina ákveðna manneskju. 

„Heyrðu vóvóvó áður en það fer að hrúgast inn … Þessi listi var ekki um einhverja eina manneskju! Bara almennt eitthvað „random“ sem mér finnst „turn off“,“ skrifaði Edda.

Smartland greindi frá því um helgina að Edda og Binni Löve væru hætt saman og Edda greindi svo frá því á sunnudag að hún hefði bundið enda á sambandið við Binna.

View this post on Instagram

A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak)

mbl.is