Reyndi að lækna óbærilegt ástand með hugbreytandi efnum

Tolli Morthens er gestur hlaðvarpsþáttarins Þvottahússins.
Tolli Morthens er gestur hlaðvarpsþáttarins Þvottahússins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hinn þjóðkunni listamaður og andlegi stríðsmaður Tolli var gest­ur bræðranna Gunn­ars Dan og Davíðs Karls Wii­um í hlaðvarpsþátt­un­um Þvotta­hús­inu. Þema þáttarins er hrörnun og dauðinn, heimkoman og uppljómun.

Hann talar um sína áfallasögu sem svo leiðir hann í deyfingu með lyfjum og áfengi.

„Ég á mína áfallasögu sem barn og ég á mína áfallasögu sem unglingur og síðan leitar maður sér lyflækningar á táningsárum við óbærilegu ástandi, og þar verður fyrir valinu hugbreytandi efni, alkóhól auðvitað fyrst,“ segir Tolli í viðtalinu. 

„Og ég gleymi því ekki þegar ég var staddur uppi á göngudeild Vogs uppi í Síðumúla, ég fór með dílernum mínum sem þá átti við áfengisvanda að etja,“ segir hann er hann lýsir aðdraganda sínum inn í sína fyrstu edrúmennsku.

„Ég er að díla við fíknisjúkdóm og afleiðingar til fjörutíu og tveggja ára aldurs þar til ég fer upp í pontu á Vogi og segi: Ég heiti Þorlákur og er alkóhólisti,“ segir Tolli um upplifun sína er hann gekkst við sínum alkóhólisma.

„Upplagið að verða hamingjusamur er innbyggt í kerfunum okkar, þetta er ekki lotterí eða hlutskipti fárra eða sérstakra, við erum öll byggð upp með getuna til að vera hamingjusöm,“ segir hann um leið og hann fer með okkur inn í sitt andlega ferðalag sem sneri að heilun og núvitund.

„Eina ástæðan fyrir því að ég fór að vinna inni í fangelsunum er að mér líður ekki vel, en ég finn það, að fara austur og vinna með þeim þá er eitthvað að gerast í mér sem er bara vá,“ segir hann í tengslum við sína tuttugu ára samfelldu vinnu með föngum á Litla-Hrauni.

Hann talaði um listsköpunina.

„Ég styðst auðvitað við hugmyndir og þekkingu og ég styðst við arfleifðina og ég styðst við það sem aðrir málarar hafa gert á undan mér. Ég er undir áhrifum og allt það, en svo finn ég minn takt, ég er löngu búinn að finna hann skilurðu? Og ég er svolítið að „surfa“ bara á eigin spýtur.

Um leið og maður er með fókus á því að safna upp góðu karma, þá færðu útborgað á hverjum degi, þetta er næs hérna núna og svo áttu kannski happadrættismiða þegar þú ferð,“ segir hann í lokin en toppar þetta svo með að segja „að dauðinn er stærsta tækifæri lífs þíns“.

Þátt­inn er hægt að hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is og horfa á hann á YouTube: 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál