Er skráð fyrir eign sonarins - hvað er til ráða?

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu varðandi fasteign. 

Sæl. 

Ég er skráð fyrir eign sem sonur minn á með réttu og hvernig er best að koma henni á hans nafn og hvernig fer það skattalega fram. Hver er besta leiðin til þess lagalega séð?

Kveðja, JK

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl.

Erfitt er að átta sig á ástæðum þess að eignin er ranglega skráð og því er svarið takmarkað við þær skattalegu afleiðingar að færa eignina aftur til sonar þíns. Ef slík eignaryfirfærsla er gerð á óeðlilega lágu verði þá geta skattyfirvöld metið hvað telja skuli eðlilegt kaup- eða söluverð. Mismunur söluverðs og matsverðs skal þá telja til skattskyldra tekna hjá þeim aðila sem slíkra viðskipta nýtur. Síðan er það annað mál að ef hið selda íbúðarhúsnæði er til eigin nota þá telst mögulegur söluhagnaður ekki til skattskyldra tekna. Viss stærðarmörk gilda hvað varðar sölu á húsnæði umfram íbúðarhúsnæði til eigin nota og eru þær reglur frekar flóknar.    

Kær kveðja,

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál