Getur amma gefið hlutabréfin sín?

Er hægt að arfleiða barnabörn af hlutabréfum?
Er hægt að arfleiða barnabörn af hlutabréfum? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá ömmu varðandi hlutabréfakaup handa barnabörnunum. 

Blessuð Vala. 

Ég hef verið að kaupa hlutabréf og hef í huga að afhenda þau barnabörnum. Ég veit að það þarf að borga fjármagnstekjuskatt og skatt af fyrirframgreiddum arfi. Hvernig er réttast að gera þetta? Þarf ég að færa bréfin fyrst yfir á börnin mín?

Kveðja, DVB

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.


Sæl DVB. 


Það er ekkert því til fyrirstöðu arfleiða barnabörn þín beint með erfðaskrá, af því gefnu að fjárhæðin fari ekki yfir 1/3 af eignum þínum. Síðan getur þú á grundvelli erfðaskrár greitt þann arf fyrirfram. Með þessu losnar þú við greiðslu fjármagnstekjuskatts en barnabörnin greiða þá 10% erfðafjárskatt af markaðsverði hlutabréfanna.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is