Erfir rangfeðruð dóttir „pabba“ sinn?

Ljósmynd/Unsplash

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hær fær hún spurningu frá manni sem komst að því að hann væri ekki líffræðilegur faðir dóttur sinnar. 

Sæl Berglind. 

Góðan dag. Ég á fjögur börn eða ég hélt það. Nú var að koma í ljós um 20 árum síðar að ég er ekki líffræðilegur faðir einnar dóttur. Hún talar ekkert við mig og hefur slitið öllu sambandi eftir að þetta kom í ljós í kjölfar dna-prófs. Er hún enn skylduerfingi minn og sé svo get ég gert hana arflausa eða minnkað arfinn?

Kveðja, 

GG

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan dag og takk fyrir spurninguna.

Að óbreyttu er litið svo á að „dóttir“ þín sé meðal þinna skylduerfingja og njóti erfðaréttar til jafns við systkini sín. Erfingja er ávallt heimilt að afsala sér arfi en erfðalögin gera aftur á móti ekki ráð fyrir að arfleifandi geti gert skylduerfingja arflausan. Hins vegar hefur arfleifandi heimild til að ráðstafa 1/3 hluta eigna sinna með erfðaskrá og getur hann þannig ráðstafað þeim hluta að vild. Þá er unnt að höfða dómsmál til vefengingar á faðerni barns og ef niðurstaða málsins er sú að skráður faðir er ekki faðir barns þá fellur erfðaréttur niður þeirra í milli. Ég ráðlegg þér eindregið að hafa samband við lögmann til að fara yfir allar hugsanlegar leiðir í þeirri stöðu sem þú ert.

Með bestu kveðju og gangi þér vel,

Berglind Svavarsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál