Lét flúra tryggðareiðinn á sig

Brooklyn Beckham mun seint gleyma tryggðareiðnum, því nú er hann …
Brooklyn Beckham mun seint gleyma tryggðareiðnum, því nú er hann með hann húðflúraðann á handleggnum.

Ljósmyndarinn Brooklyn Beckham mun seint gleyma því að hann sé giftur leikkonunni Nicolu Peltz. Beckham hefur nú látið húðflúra á sig tryggðareiðinn, sem hann fór með á brúðkaupsdaginn, á upphandlegg sinn. 

Hinn 23 ára gamli Beckham og hin 27 ára gamla Peltz gengu í það heilaga fyrir tæplega einum og hálfum mánuði síðan. Tryggðareiðurinn er ákaflega rómantískur.

„Nicola, þegar þú gekkst niður að altarinu missti ég andann, þú ert svo falleg í kvöld og alltaf,“ segir í byrjun eiðsins, sem nú má lesa af upphandlegg Beckhams. Hann birti mynd af flúrinu á Instagram í vikunni. 

„Ég er búinn að bíða eftir þessum degi í svo langan tíma, því í dag er dagurinn sem ég fæa ð giftast þér, ástinni minni að eilífu, elskunni minni og bestu vinkonu, Nicola.“

mbl.is