„Konur með mikla kynhvöt ógna körlum“

Konur með mikla kynhvöt upplifa neikvætt viðhorf.
Konur með mikla kynhvöt upplifa neikvætt viðhorf. Ljósmynd/Unsplash

Kynlífsráðgjafinn Tracey Cox hefur velt því fyrir sér hvernig það er að vera kona með mikla kynhvöt. Framleiðsla karlmanna á testósterónhormóninu gerir það að verkum að almennt er kynhvöt þeirra mun meiri en meðalkvenna. Með hækkandi aldri eykst kynhvöt kvenna en sumar konur eru með mikla kynhvöt alla ævi. Það mikla og ofsafengna að Cox telur að kynhvötin kunni að ógna karlmönnum.

Tracey Cox kafaði ofan í kjölinn á vangaveltum sínum um kynhvöt kvenna og byggði óvísindalega rannsókn á persónulegum sögum sem hún fékk frá þremur konum á ólíkum aldurskeiðum sem allar hafa mikla kynhvöt.

Komst hún að því að það er í raun mýta að karlar séu alltaf til í tuskið. Þá settu sögur þessara þriggja kvenna einnig neikvæðan tón því allar áttu þær það sameiginlegt að vera dæmdar og kallaðar niðrandi orðum á borð við hórur og druslur. 

Hér að neðan verður stiklað á stóru í frásögnum kvennanna. 

Laila

„Karlmenn þykjast vilja konur sem vilja stöðugt stunda kynlíf en þegar þeir fá það finnst þeim það ógnandi,“ sagði Laila sem er einhleyp og á þrítugsaldri.

„Það þykir ekki mjög stelpulegt að vilja mikið kynlíf en hvatir mínar eru dýrslegar,“ sagði Laila jafnframt. Laila sagðist hafa verið í áralöngu sambandi við mann sem höndlaði ekki þá miklu löngun hennar til kynlífs. „Þegar við hættum saman sagði hann að ég væri drusla og glímdi við brókarsótt,“ sagði Laila sem hefur oft verið bölvað í gegnum tíðina fyrir að hafa mikla kynhvöt.

Grace

Undir þessa frásögn tók Grace, 46 ára. Hún sagðist alltaf hafa verið gerð að athlægi fyrir kynhvöt sína.

„Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri eitthvað öðruvísi en aðrar stelpur eða konur,“ sagði Grace sem uppgötvaði það seint að löngun hennar til kynlífs var meiri og öðruvísi en almennt þekktist á meðal vinkvenna hennar. 

„Mikil kynhvöt mín varð aðalbrandarinn í vinkvennahópnum mínum. Það vissu allir að ég væri brjáluð í kynlíf og ég svaf hjá miklu fleiri strákum en vinkonur mínar,“ útskýrði Grace sem upplifði sjálfa sig aldrei lausláta vegna þess að hún var ekki mikið fyrir skyndikynni. 

Isla

Isla sem er 37 ára, tveggja barna móðir í hjónabandi sagðist ekki hafa áttað sig á kynhvöt sinni fyrr en frekar seint. Hún giftist eiginmanni sínum þegar hún var 19 ára og hafði einungis átt einn elskhuga á undan núverandi eiginmanni. Hún hafði því ekki mikla reynslu af kynlífi þegar hún gekk inn í hjónabandið.

„Maðurinn minn hefur ekki haft neinn mikinn áhuga á kynlífi. Þetta einkenndist mikið af trúboðastellingunni og slökktum ljósum á laugardagskvöldum,“ lýsti Isla tilhugalífi sínu. 

„Þegar krakkarnir okkar fóru í skóla og lífið blasti við aftur þá skráði ég mig í salsadans. Dansinn vakti mig. Mér fór að finnast ég kynþokkafull og eftirsóknarverð. Karlmenn gáfu mér auga og ég elskaði að vera miðpunktur athyglinnar,“ sagði Isla sem sagðist hafa farið úr því að vera leiðinleg húsmóðir í kynþokkafulla salsadansmær á nokkrum vikum.

„Hið óumflýjanlega gerðist hratt. Ég fór að eiga í ástarsambandi við mann sem ég hitti í danskennslunni. Og guð minn góður, kynlífið var ótrúlegt! Maðurinn minn hafði aldrei veitt mér munnmök en þessi maður gerði það í klukkutíma,“ segir Isla sem fór að vera ótrú eiginmanni sínum og halda við aðra menn til að seðja kynhvöt sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál