Fór á sóðalega nuddstofu og nú er hjónabandinu lokið

Sum nudd eru dónalegri en önnur og geta sett mark …
Sum nudd eru dónalegri en önnur og geta sett mark sitt á hjónabönd fólks. Unsplash.com/Emiliano V

Fimmtug kona leitar ráða sérfræðings vegna svika eiginmannsins. Hún veit ekki hvort henni finnst meira pirrandi sjálf svikin eða hvernig hann er á fullu að reyna að bæta upp fyrir þau.

Ég hafði alltaf haldið í þá trú að hjónaband okkar væri traust og sterkt. Ég hef alltaf talið mann minn búa yfir sterkum siðferðisáttavita og hati svik og pretti. En dag einn þegar ég var að fara í gegnum óhreinatauið þá fann ég kvittun frá einni sóðalegri nuddstofu. Allir í hverfinu vita að nuddararnir eru ekkert nema kynlífsverkafólk. 

Ég spurði hann út í þetta og hann neitaði öllu í fyrstu. Loks gafst hann upp og viðurkenndi að hafa fengið sér nudd þarna nakinn. Kannski einu sinni eða tvisvar, að hans sögn og þetta var ekki „alvöru kynlíf“ þannig að þetta var ekki framhjáhald. Ég bara trúi honum ekki.

Hvorugt okkar hefur efni á að flytja út af heimilinu þannig að ég vil setja húsið strax á sölu. Nú reynir hann allt sem hann getur til að bæta sig. Húsið hefur aldrei verið hreinna, hann eldar allan mat og veitir mér óskipta athygli þegar ég tala við hann. Ég hefði viljað sjá þessa breytingu fyrr! Þetta bara pirrar mig enn meir. 

Ég get aldrei fyrirgefið þetta og get ekki beðið eftir að selja húsið og byrja upp á nýtt.

Svar ráðgjafans:

Þú hefur verið svikin af þeirri manneskju sem stóð þér næst. Hann virðist vera einlæglega leiður yfir þessu. Vissulega er hægt að ná saman aftur eftir svona svik en mér heyrist sem þú sért búin að ákveða þig.

Sársaukinn mun minnka með tímanum og þú getur með réttri rágjöf fundið leiðir til þess að hefja nýtt líf á uppbyggilegan hátt.

Sum pör skipta húsinu sínu í tvennt þegar þau þurfa að búa saman undir svona kringumstæðum. Reyndu að koma þannig skipulagi á húsið að þú eigir þitt einkasvæði.

Passaðu líka upp á þína andlegu og líkamlegu heilsu og leitaðu til vina og vandamanna eftir stuðning. Farðu út að ganga og stundaðu líkamsrækt. Þetta gefur þér tíma og rúm til þess að ná áttum á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál