„Held að trekantur láti kærustuna mína fá fullnægingu“

Er trekantur lausnin?
Er trekantur lausnin? Ljósmynd/pexels/cottonbro

Maður leitar ráða hjá ráðgjafa TheSun. Kærastan hans fær ekki fullnægingu þegar þau sofa saman og hann er viss um trekantur sé lausnin við þessu vandamáli. 

Ég held að hún geti ekki fengið það af því getnaðarlimurinn minn er of lítill.  Hann er ekki agnarsmár en ekki nógu stór til að fullnægja henni almennilega. Ég er 24 ára og hún er 21 árs, við erum búin að vera að hittast í nokkra mánuði. Hún er feimin í rúminu og vill ekki tala um kynlíf en ég er viss um að hún hafi fengið það áður. Alveg sama hvað ég næ að endast lengi þá liggur hún bara þarna eins og henni leiðist og hún vilji klára þetta af. Ég næ ekki að njóta mín í kynlífi lengur, ég fæ ekkert út úr því ef hún fær ekkert út úr því. Ég er svo hræddur um að ef ég næ ekki að fullnægja henni bráðum að hún hætti með mér. Ég er orðin ástfangin af henni og vill alls ekki að það gerist.

Þegar ég horfi á klám þá hef ég séð að stelpur njóta þess að fá athygli frá tveimur karlmönnum í einu og þær fá svaka fullnægingar í svoleiðis kynlífi. Þannig ég var að spá að fá annan gaur með okkur í rúmið svo hún fái það. Ég þarf bara gaur sem er með stærra typpi en ég. Ég er ekki samkynhneigður og mig langar ekki að sofa hjá honum. Ég er viss um að ég eigi samt eftir að njóta þess að horfa á hana sofa hjá öðrum manni, bara tilhugsunin gerir mig spenntan. Hvar er best að finna mann í trekant? Ég held að það sé betra að við þekkjum hann ekkert.“

Ráðgjafinn svarar

Það gæti verið spennandi að krydda aðeins upp á kynlífið en ég myndi hugsa mig vel um áður en þú stingur upp á trekanti. Einbeittu þér að því að fá kærustuna þína til að njóta kynlífs með þér áður en þú ferð að blanda öðrum í það. Typpastærð hefur mjög lítið að gera með það hvort að kona fái það eða ekki. Flestar konur fá ekki fullnægingu í kynlífi heldur frá örvun snípsins í munnmökum eða með nuddi.

Það er mikilvægt að konan sé í stuði því fullnægingar árangur tengist mikið hugarfari. Passaðu að henni líði vel og að hún sé slök, byrjaðu á því að kyssa hana og snerta hana blíðlega út um allt. Biddu hana um að sýna þér hvað kveikir í henni. Það hljómar eins og þú sért að giska mikið en sért ekki að eiga samskipti við hana. Samskipti eru lykillinn að góðu kynlífi. Ef þið eruð nógu náin til að stunda kynlíf þá eruð þið nógu náin til að ræða kynlíf.“

mbl.is