Klámstjörnur gefa kynlífsráð

Konur eiga að vera óhræddar við að prófa sig áfram …
Konur eiga að vera óhræddar við að prófa sig áfram í kynlífinu. Thinkstock / Getty Images

Ísabella Deltore og Dale Egan eru vinsælar klámstjörnur í Ástralíu. Þau vilja meina að opin samskipti séu lykill að góðu kynlífi.

Deltore segir að fólk virðist skammast sín þegar kemur að kynlífi og það getur spillt fyrir þeim að njóta kynlífs til fulls.

„Það að stunda kynlíf með ljósin slökkt og tala ekki um hvað þeim líkar eða líkar ekki í rúminu og að þora ekki að prófa nýja hluti. Það getur komið í veg fyrir að njóta kynlífs,“ segir Deltore.

„Ég ráðlegg öllum að prófa sig áfram. Lærðu á sjálfan þig og maka.“

Deltore leggur áherslu á að konur læri að fagna sér sem kynlífsveru. „Hvort sem það feli í sér að eiga marga maka eða bara einn. Að stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti eða bíða þar til rétti tíminn kemur. Konur eiga að njóta þess að stunda kynlíf á eigin forsendum,“ segir Deltore en viðurkennir að það gæti tekið tíma.

„Ég er enn að rannsaka mínar langanir í kynlífi þrátt fyrir að vera þaulreynd.“

Egan tekur undir orð Deltore.

„Það er mikilvægast að vera opinskár í rúminu. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að hinn eigi bara að vita hvað þú vilt. Allir eru sérstakir og enginn vill endilega það sama og einhver annar.“

mbl.is