Hvað segir fullnægingin um þig?

Horfir fólk í augun á hvort öðru.
Horfir fólk í augun á hvort öðru. mbl.is/Thinkstockphotos

Fullnægingar fá fólk til að gretta sig og hætta að hafa áhyggjur í stutta stund hvernig sem það lítur út. En hvernig kynlífsandlit fólks er getur þó sagt ýmislegt um persónuleika fólks ef marka má speki kynlífssérfræðingsins Tracey Cox. Hún segist hafa séð fleiri fullnægingar en flestir aðrir. 

Cox tók saman fjögur algengustu kynlífsandlitin á vef Daily Mail og útskýrði persónuleika fólks út frá því hvernig það fær fullnægingu. 

Ævintýragjarna manneskjan

Einkenni: Höfuð aftur, lokuð augu, lætur heyra í sér. Þetta er það andlit sem sést oftast í kvikmyndum og það er ekkert fyndið við það. 

Cox bendir á að 92 prósent fólks lokar augum þegar það fær fullnægingu, það eykur líka næmni annarra skynfæra. Fólk lokar augum til þess að láta sig sig dreyma um kynferðislega hluti. Með því að loka augunum getur fólk kannað blauta drauma sína í alvöru með maka sínum. Fólk sem gerir þetta fær oftar fullnægingu. 

Fólk sem sýnir þennan svip er til í allt, það nýtur þess að tala dónalega, horfa á klám, prófa kynlífsleikföng og stunda kynlíf utandyra. Kynlíf er eitthvað sem er skemmtilegt.  

Hljóðláta manneskjan

Einkenni: Alveg kyrr, hljóðlaus, lokuð augu og mikil einbeiting, munnurinn aðeins opinn og krepptir hnefar. 

Fólk sem lítur svona út er ólíklega að fara að leika í erótískri kvikmynd en það nýtur þess mjög vel að stunda kynlíf. Fólk heldur stundum að bólfélagi sem gefur ekki frá sér hljóð í kynlífi njóti ekki ástarleiksins en það er alls ekki rétt, þvert á móti. 

Fólk sem er hljóðlátt er upptekið af sjálfu sér í kynlífi. Það finnst gott að stunda kynlíf með sjálfu sér og fá fullnægingu eitt og sér og er það nauðsynlegur hluti af kynlífi þeirra. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Nándin skiptir máli

Einkenni: Opin augun, augnsamband í fullnægingu og bros. 

Aðeins 15 til 30 prósent fólks stundar kynlíf með augun opin og enn færri geta fengið fullnægingu þannig. Það eru til sérfræðingar sem mæla með því að reyna fá fullnægingu með opin augun til þess að styrkja sambandið. En það er þó erfitt. 

Kynlíf er ekki bara kynlíf í tilviki fólks sem fær fullnægingu með lokuð augun. Kynlíf snýst meira um að vera náin maka sínum í tilviki fólks með þessi einkenni. Tilfinningar skipta meira máli en bólfimin. 

Með áhyggjur 

Einkenni: Mikil einbeitni, grettin og pírð augu. Fyrir þetta fólk var kynlíf meira eins og húsverk.

Ef fólk slakar ekki á í kjálkanum þegar það stundar kynlíf er það merki um að fólk er ekki að njóta þess að stunda kynlíf. Það skiptir máli að fólk nái að sleppa sér auk þess sem reiði í sambandinu getur haft áhrif á kynlífsandlitið. Einnig getur þetta þýtt að það sé erfitt að fá fullnægingu. 

Mikið af fólki hefur áhyggjur af kynlífi af og til og hvort það standi sig eða ekki. En þegar fólk finnur fyrir kvíða og spennu í hvert skipti er það ekki eðlilegt.  

Lokar þú augunum í kynlífi?
Lokar þú augunum í kynlífi? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál