Þurfa að vera full til að fá það

Parið komst bara í stuð með áfengi um hönd.
Parið komst bara í stuð með áfengi um hönd. Ljósmynd/Colourbox

Hjón leita ráða vegna erfiðleika í rúminu nú þegar þau eru edrú og geta ekki slakað nógu vel á til þess að njóta kynlífsins.

„Við hjónin höfum upp á síðkastið minnkað áfengisneysluna til muna. Lífið er miklu betra nema þegar kemur að kynlífinu. Það er allt stopp.

Ég held að við höfum ekki gert okkur grein fyrir hvað áfengið var orðin mikil hækja fyrir kynlíf okkar. Við þurftum alltaf vín til þess að koma okkur í stuð.

Eiginkonan gat bókstaflega ekki slakað á nema að vera undir áhrifum. Nú er kynlífið í rúst því við höfum ekkert áfengi til þess að losa um taumana. Hvað gætum við reynt til þess að kveikja aftur í kynlífinu?“

Svar ráðgjafans:

Stundum virkar að skipta áfenginu út fyrir eitthvað annað sem virkar slakandi eins og til dæmis að láta renna í heitt bað, deyfa ljósin og kveikja á ilmkertum. Það að deyfa ljósin gefur heilanum merki um að nú sé tími til þess að slaka á.

Svo getur virkað vel að nudda hvort annað með nuddolíu og hefja þannig forleikinn. 

Mörgum finnst gott að vera nýkominn úr ræktinni. Líkamleg áreynsla eykur blóðflæðið um líkamann og líka til kynfæranna. Besti tíminn er um 15 til 30 mínútum eftir líkamsrækt.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál